Það eru mjög frægir leikarar sem fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni The House of Spirits en þeir eru, Meryl Streep, Jeremy Irons, Winona Ryders, Antonio Banderas og Glenn Close. Bille August leikstýrir myndinni.
Myndin byrjar árið 1973 en þá er aðalpersóna myndarinnar, Clara (Meryl Streep) aðeins lítil stelpa. Clara er skyggn og allir bæjarbúar vita það þó það hefði átt að fara leynt. Dag einn spáir hún fyrir slysi innan fjölskyldunnar. Systir hennar Rosa deir nokkrum dögum eftir það. Clara neitar að segja orð eftir það því hún er hrædd um að koma illu af stað. Hún segir ekki orð í mörg ár þangað til Esteban Trueba (Jeremy Irons) biður hennar. Á heimili þeirra verður systir Esteban, Ferula (Glenn Close) svo þjónustukona. Seinan eignast Clara og Estban svo stúkuna, Blöncu (Winona Ryder). Esteban finnst Ferula strax skipta sér allt of mikið af fjölskyldumálum og að lokum gefst hann upp og lætur hana fara og hótar í leiðinni að drepa hana ef hún kemur nálægt fjölskyldu sinni aftur. Þegar Blanca er aðeins lítil stelpa í barnaskóla eignast hún góðan vin sem heitir Pedro (Antonio Banderas) þau fela sig fyrir foreldrum sínum dag einn og eftir það verður þeim bannað að hittast og Blanca fer í heimavistarskóla.
Blanca og Pedro verða hinsvegar ástfangin og reyna að halda öllu leyndu fyrir foreldrum Böncu……
En þetta er hinsvegar rétt byrjunin á myndinni. Ég ætla ekki að spoila fyrir neinum með greininni svo ég skrifa ekki meira um söguþráðinn. Myndin er að mestu leyti rómantísk gamanmynd og gerist í S- Ameríku fyrir seinni heimstyrjöldina.
Mér fannst allir aðalleikarar myndarinnar standa sig frábærlega í sínum hlutverkum og þá sérstaklega Meryl Streep. Leikstjóri myndarinnar, Bille August er danskur og á því ekki margar frægar myndir að baki. Hans frægasta (fyrir utan þessa) er þó tvímælalaust Jerusalem sem kom út árið 1996.
Mér fannst þetta vera alveg ágæt mynd þó að sumt hafi kannski verið of yfirnáttúrulegt en hún fær 7/10 hjá mér.
kv. ari218