NÝJASTA grínmynd Wayans-bræðra tekur allar hryllingsmyndir síðustu ára og skellir þeim í mixerinn, og svo er allt heila batteríið að sjálfsögðu kryddað með bröndurum frá helvíti.
Myndin, sem upphaflega átti að heita Scream If You Know What I Did Last Halloween, ásamt fleiri titlum sem eru of langir til að telja upp hér, segir frá morðum sem framin eru í kringum fallegan úthverfaskóla. Nemendurnir þurfa að takast á við grímuklæddan morðingja sem veður um með gemsann og hringir dónasímtöl. Heyrt þetta áður? Líklega. Hér sjáum við Halloween, Scream, I Know What You Did Last Summer, Sixth Sense, Blair Witch Project og jafnvel Matrix og Usual Suspects blandað saman í banvænan djókkokkteil.
Wayans-bræður hafa áður gert “spoofs” (spoof: Brenglað grín í anda Naked Gun og Top Secret) og kunna því formúluna utan að. Þó er hér meira af blóði og nekt en sést hefur og var myndin nærri því búin að fá hinn alræmda og albandaríska stimpil NC-17 sem þýðir einfaldlega í fylgd með foreldrum.
Það lætur enginn heilvita maður Scary Movie fram hjá sér fara nema hann sé að fara til Sahara hahaha. Æ-æ-æ… -Rauða Ljónið-