Ég fór á Shallow Hal í gær og ég verð að segja að ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum. Ég settist niður frekar hlutlaus, reyndar hélt ég að hún yrði eitthvað fyndin. Maður sá ekki annað en endlausar endurtekningareinsog til dæmis : stóllinn brotnaði undan jussunni og seinna í myndinni brotnað stóll undan henni á veitingahúsi. svo voru þau á kajak og hún var svo þung að kajakinn lyftist og seinna í myndinni steig hún upp í bílinn hans og bíllinn lyftist upp hans megin. Svona gekk þett út alla myndina. Þessi mynd var auðvitað auglýst sem fyndnasta mynd ársins og mér finnst hún í heildina séð vera hörmung.
Stjörnur: 1/2 af 5.
Ég veit að það eru örugglega margir ósammála mér sem finnast þessi mynd ver góð en hvað með það.
Endilega segið ykkar álit á myndinni.
- herzeleid -