séu þær verstu sem gerðar hafa verið og svo framvegis, en ég
verð að segja að myndir eftir leikstjórann Ed Wood eru alveg
ÖMURLEGAR! Ég meina You´ve Got Mail og Volcano ættu
skilið Óskarinn og Gullpálmann og allt það ef þær væru settar
í sama flokk og Ed Wood myndir. Ég hef reyndar bara séð
Plan 9 from Outer Space og Bride of the Monster en þær voru
rosalegar, sérstaklega Plan 9. Hér eru nokkur dæmi:
-UFO-arnir voru heimatilbúnir plastdiskar sem héngu á spotta
og voru látnir dingla fyrir framan einhverja leikmynd.
-Leikarinn Bela Lugosi sem sagður er vera í aðalhlutverki var
bara í einu atriði, því hann lést snögglega. Til að bjarga
myndinni notaði Wood kírópraktor sem kærasta Woods
þekkti. Kírópraktorinn er alltaf með skikkju fyrir andlitinu svo
fólk myndi ekki fatta neitt.
- eitt atriðið fer fram í flugstjórnarklefa. það er lítið herbergi og
klefinn er skilinn frá farþegarýminu með tjaldi. Flugmennirnir
halda í stýri sem eru pappaspjöld klippt í hálfhring.
Ég mæli með þessari mynd fyrir B-mynda aðdáendur og
einnig með myndinni Ed Wood eftir Tim Burton, sú mynd
sýnir vel æviferil Eds. Þessar myndir eru algerlega botninn…
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil