Hér ætla ég að fjalla um uppáhalds hasarmyndaseríuna mína, Die Hard!
Die Hard
Framleiðsluár:1988
Leikstjóri:John McTiernan
Aðalhlutverk:Bruce Willis, Bonny Bedelia, Reginald VelJohnson, Paul Gleason
Lengd:ca. 131 min
Ein rosalegasta hasarmynd allra tíma ( fyrir utan Terminator 2 )!
Stórkostleg mynd þar sem Bruce Willis fer á kostum sem lögreglumaðurinn John McClaine, sem berst við hryðjuverkamenn í háhýsi í L.A. John McClaine kemur alla leiðina frá New York til að vera hjá konu sinni, og börnum yfir jólin í Los Angeles. Hann mætir í Nakatomi bygginguna til þess að hitta sína ástkæru eiginkonu í jólaboði. Ekki gekk það of vel og þau rífast sitthvað. En nánast á sömu stundu ráðast bannvænir hryðjuverkamenn í bygginguna og taka alla í gíslingu. McClaine nær að fela sig og ákveður að gera eikkhvað í málinu. Þetta er ALVÖRU hasarmynd!Engin rosaleg væmni, McClaine er ekkert ChuckNorrisVanDammeofurmenni, tiplar á tánum, allur í blóði og sárum. Fyrirmynd allra hasarmynda, og algjör must see.
***1/2 /****
Die Hard 2:Die Harder
Framleiðsluár:1990
Leikstjóri:Renny Harlin
Aðalleikarar:Bryce Willis, Bonny Bedelia, William Atherton
Lengd:ca. 124 min
Framhald fyrstu myndarinnar er ekki mikið síðri. Nú er McClaine staddur á flugvelli að bíða eftir konu sinni þegar lætin byrja. Hryðjuverkamenn taka yfir stjórnkerfti flugvallarins og hóta öllu illu ef ekki verður farið eftir fyrirskipunum þeirra, og enn og aftur tekur McClaine málið í sínar hendur. Ekki er minni hasar í þessari, enda er þetta nú framhald. Gífurlega flottar sprengingar, stórskemmtileg atriði, og mikið af skotbardögum. Frábær mynd sem ég mæli fullkomlega með!
***1/2 /****
Die Hard:With a Vengeance
Framleiðsluár:1995
Leikstjóri:John McTiernan
Aðalleikarar:Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Jeremy Irons
Lengd:ca. 128 min
Þriðja myndin í seríunni er alls ekki mikið síðri en hinar, hasarmyndir verða ekki mikið betri en þessi. Stór sprengja springur í New York borg, og veldur miklu tjóni. Maðurinn bakvið lætin hringir í lögregluna og vill fá McClaine í málið ( sem er nú í fríi ). McClaine, hálftimbraður, og í hlýrabol með bjórblettum ( og ælu ) á, er vakinn upp og sendur aftur í starfið. Sprengjumaðurinn vill að McClaine geri ýmis verkefni fyrir sig, annars sprengi hann aðra sprengju, og þá byrjar hasarinn. Það verður að segjast að þessi mynd er magnþrunginn! Jafnvel enn skemmtilegri en hinar, og ekki er minni hasar í þessari, það má segja að þessi sé eins og rússíbanaferð. Og svo sakar það ekki að hinn stórskemmtilegi leikari Samuel L. Jackson er við hlið Willis í stóru hlutverki. Frábær mynd, og frábær endir á geðveikri seríu!
***1/2 /****