'A' gai waak (1983)
…aka ‘A’ ji hua (1983) (China: Mandarin title)
…aka Jackie Chan's Project A (1983) (USA)
…aka Operazione pirati (1983)
…aka Pirate Patrol (1983)
…aka Project A (1983)
Leikstjóri: Jackie Chan
Aðalhlutverk:
Jackie Chan sem Jackie Dragon Ma
Sammo Hung Kam-Bo sem Fei (segment “Fats”)
Biao Yuen sem Captain Chi
Dick Wei sem Lor Sam Pau
Mars sem Jaws
Winnie Wong
Po Tai sem Tai (as Pa Tai)
o.fl.
Ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér hvernig Jackie Chan varð vinsæll þá þarf ekki að gera annað en að kíkja á þessa mynd. Skaut hún Jackie upp á stjörnuhiminninn í Hong Kong og í henni má sjá bardagastílinn sem nú er kenndur við Jackie. Segja sumir að þetta sé fyrsta “Jackie Chan” myndinn.
Óþarfi er að hafa mörg orð um söguþráðinn eins og jafnan í myndunum hans. Jackie leikur sjóliða í sjóher Hong Kong og þarf að stoppa sjóræninga. Saga er lítið annað er forgrunnur fyrir skemmtileg bardagaatriði og helling af bröndurum en myndin er á köflum mjög fyndin. Bardagaatriðin eru ekki eins flott og í sumum myndum sem fylgdu á eftir en þarna eru þó nokkur nett stunt og manni leiðist aldrei.
Það eina sem maður getur fundið myndinni til foráttu er það að söguþráðurinn er illskiljanlegur (grunar reyndar að léleg talsetning, en ég sá hana dubbaða á ensku, sé þar um að kenna) en eins og jafnan í Jackie Chan myndum þá skiptir það littlu máli.
Must-See fyrir alla sem hafa gaman af Jackie og þess virði að kíkja á hana fyrir alla sem hafa gaman af ‘ærlsafullum’ myndum.
Einkunn: 7/10