Eftir að hafa lesið greinina og öll svörin þá verð ég að segja að það kemur mér mjög á óvart hvað öllum fannst þetta frábær mynd.
Það virðast allir vera á móti þér og sum svörin sem þú fékkst finnst mér nú bara óviðeigandi, en ég verð að segja að ég er á sömu skoðun og skil fullkomlega hvað þú átt við.
Ég fór á hana með 3 vinum mínum í kvöld, var ekkert að búast við einhverri algerri snilld en þó alveg mynd í betri kantinum, hafði allavega alls ekkert geðveikar væntingar.
Fyrri parturinn af myndinni fannst mér mjög góður og ég tek það fram að mér fannst lang flestir ef ekki allir leikararnir leika hlutverk sín fullkomlega, Aaron Eckhart, Christian Bale, Michael Cain og Morgan Freeman eru allir í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þá.
Ég vil taka það fram áður en ég byrja að í heildina fannst mér þetta alls ekkert slæm mynd, fær alveg yfir 5 hjá mér… en 9.5? besta mynd allra tíma? það finnst mér nú full yfirdrifið og ég geri ekki ráð fyrir að sjá hana halda sér á toppnum á IMDB, vona allavega ekki því mér finnst hún ekki eiga það skilið.
Mætti þó alveg vera í topp 100-200.
SPOILER ALERT - SPOILER ALERT
Einnig fannst mér myndatakan oftast mjög góð og hljóð- og myndgæði og slíkt var allt mjög fínt, svo ég taki sem dæmi ránið í byrjuninni þá fannst mér byssuhljóðin öll mjög raunveruleg, ólíkt þessari hefðbundnu B-mynd þar sem ég gæti oft á tíðum svarið að byssuhljóðin eru klippt inn úr Counter-Strike. Einnig er flott hvernig þeir pæla voða lítið í því þegar þeir skjóta fólk, rétt miða á það og skjóta nokkrum skotum í bringuna og þá er þetta komið, líka þegar gaurinn kom fram með haglabyssuna, allt mjög raunverulegt og vel gert.
Svo í endann á því atriði byrja hinsvegar vandræðin með söguþráðinn, þar sem Jokerinn lifir af með einhverri fáránlegri heppni af því að hann stóð öðrumegin og gaurinn með byssuna hinumegin, ef gaurinn hefði ekki staðið svona nálægt veggnum hefði hann þá bara drepið Jokerinn og myndin verið búin þarna? Passar ekki alveg við Jokerinn sem á að vera svo mikill snillingur í að plotta og þarf líka að vera ansi góður í því til að lifa af í sínu umhverfi (undirheimunum).
Annað dæmi er til dæmis það að hann virtist ekki fá skrámu þegar vörubíllinn hvolfdist og virtist nú kremjast allvel þarna fremst.
Svo var fleira óraunverulegt eins og þetta með farsímana, það er engin svona sonar tækni í farsímum í dag og það skal enginn segja mér að það sé hægt að “breyta tíðni” farsíma þannig að hann geti sent og tekið við hljóðbylgjum á þann hátt sem svona tæki gera.
Jafnvel þó hann hefði getað framleitt nógu marga síma fyrir alla í borginni á þeim tíma sem hann átti að hafa gert þetta, eða jafnvel bara byrjað á því áður en myndin byrjaði, þá er gjörsamlega engin leið að koma öllum þeim farsímum í hendur hvers einasta borgarbúa. Svo ekki sé minnst á það að ég sé ekki beint fyrir mér að svona SWAT gaurar séu með farsíma í rassvasanum þegar þeir ráðast inn í byggingar, og aldrei man ég eftir að hafa séð Jokerinn með farsíma í myndinni… hvern ætti hann svosem að hringja í?
Svo voru fleiri hlutir sem mér fannst óþægilega óraunverulegir, en ég fer ekkert út í það nánar.
Annað sem mér fannst svolítið kjánalegt var það hvernig sumar persónur voru kynntar og hurfu síðan bara og komu varla neitt fram eftir það. Nefni sem dæmi þarna gasmanninn úr fyrri myndinni, sem mér fannst mjög svo kúl karakter og hefði viljað sjá meira af í þessari, og kínverjann þarna, Lau, sem var kynntur í alveg góðar 10-15 mínútur og ég bjóst við að sjá sem einn af aðal vonduköllunum, eða allavega hjálparhellu þeirra, en kom síðan bara ekkert fram eftir fyrsta hálftímann-klukkutímann.
Svo fannst mér líka gjörsamlega fáránlegt þegar hann komst að því að fólkið með grímurnar voru gíslarnir, talaði síðan eitthvað við Lucius og fór svo bara að berja SWAT gaurana í klessu án þess að gera eina einustu tilraun til þess að láta þá eða Gordon vita… ertu að segja mér að hver einasti borgarbúi nema sjálfur hátæknikóngurinn Batman, og gaurinn sem finnur upp hátæknidraslið hans, Lucius, sé með farsíma? Af hverju hringdi hann ekki í Gordon og lét hann vita?
Svo þarna þegar þeir stóðu á syllunni og sá fyrsti datt og þeir sáu bandið, þá bara stóðu þeir þarna og biðu eftir að detta, ég hefði nú gripið í eitthvað eða bara reynt að skjóta bandið í sundur eða eitthvað.
Annað atriði er svo hvað mér fannst stundum sögupersónurnar ekkert hegða sér í takt við persónuleika sinn, og stundum hreinlega skildi ég ekkert hvað var í gangi.
Til dæmis finnst mér mjög hæpið að stóri vondi svertinginn í fangabúningnum hefði bara hent fjarstýringunni út um gluggann, og í rauninni fannst mér allt sem gerðist á þessum skipum frekar kjánalegt.
Svo fannst mér fullmikil breyting hjá Harvey Dent að fara úr því að vera þessi réttsýna hetja í að hata allt í einu allt og alla og byrja bara að drepa fólk, hóta saklausum dreng lífláti en leyfa síðan Jókernum sem átti stóran þátt í dauða Rachel að lifa. Mér fannst Harvey einmitt ein skemmtilegasta persónan í myndinni og fannst þessi breyting hjá honum full óraunsæ.
Svo var einhver sem sagði að enginn væri að búast við því að einhver myndi planta sprengjum á báta í allri ringulreiðinni… Jókerinn var nú þegar búinn að segjast hafa gert eitthvað við göngin og göturnar út úr borginni, persónulega var ég einmitt að búast við því að þar sem hann sagði þetta og takmarkaði þar með fjölda fólks sem fór þessar leiðir, myndi hann einmitt gera eitthvað við einhverja aðra leið út úr borginni.
Svo er ég nokkuð sammála þér með lögguna sem fake-aði dauða sinn, Gordon. Eins og ég skildi/sá þetta þá var það hann sem stökk á Borgarstjórann rétt áður en gaurinn skaut, og ég gerði alltaf ráð fyrir að skotið hefði farið í hann í staðinn, en til að vera sanngjarn þá get ég reyndar viðurkennt að hann hefði jú bara getað verið í skotheldu vesti eða bara hafa verið lentur á jörðinni þegar gaurinn skaut, en það útilokar samt eitthvað solid plan um hvernig hann myndi gera þetta, hann hefur bara gripið tækifærið.
Annað sem ég skildi ekkert í var þegar Jokerinn kom útúr spítalanum, sprengdi hann upp með fjarstýringunni, og var alveg góðan tíma að drita á takkann og rölta út, og hoppaði síðan bara uppí skólabílinn sem beið eftir honum. Persónulega hefði ég nú keyrt af stað ef ég hefði séð hann rölta í áttina að bílnum. Annars er svosem mögulegt að einhverjir af undirmönnum hans hafi verið búnir að ná bílnum á sitt vald, en það hefði þá kannski mátt sýna það aðeins.
Og já… af hverju fór Rachel úr íbúð Bruce þegar hún vissi að hún var skotmark og treysti síðan einum lögreglumanni til að fylgja sér heim eftir að einn af löggunum með byssurnar í útförinni hafði reynt að skjóta borgarstjórann.
Svo eru svona smáatriði eins og það hvernig honum tókst að yfirbuga löggu sem hafði unnið við þetta í 20 ár og finna sér glerbrot og koma sér útúr læstum klefanum, og svo hvernig hann einn lifði af sprenginguna á löggustöðinni og labbaði bara út, en maður svosem býst kannski ekkert við því að allt sé raunverulegt í svona mynd, og mér finnst það ekkert hræðilegt svosem.
Jæja nú er ég búinn að gjörsamlega rakka niður myndina og svarið orðið það langt að það á enginn eftir að nenna að lesa þetta, en fyrir þá sem entust alla leið hingað þá vil ég taka fram aftur að mér fannst myndin engan veginn léleg í heild sína, ég einblíndi bara á neikvæðu atriðin í þessu svari vegna þess að mér finnst jákvæðu atriðin öll hafa komið fram nú þegar í þessari grein, enda mjög vel skrifuð grein og góð lýsing á öllum jákvæðu hlutunum við myndina.
Ef einhver er ósammála mér eða rekst á einhverjar villur, eitthvað sem ég skildi vitlaust eða eitthvað, þá má hann endilega láta mig vita, ég hef alltaf gaman að rökræðum og viðurkenni að sjálfsögðu þegar ég hef rangt fyrir mér, og á það alveg til að skipta um skoðun á hlutum ef einhver kemur með sannfærandi rök :)
Bætt við 25. júlí 2008 - 05:22
Eitt sem ég gleymdi… ég er alveg sammála því að mér fannst hún hreinlega of löng, og var hálfpartinn kominn með leið á Jókernum í endann, eins frábær og frammistaða Heath Ledgers var.
SPOILERARR!!!!!!!!!!!!!!
SPOILERARR!!!!!!!!!!!!!!
Ætla að fara yfir þetta hjá þér.
:)
í góðu auðvitað.
Inngangur smá; ég er búinn að fara á þessa mynd tvisvar, afhverju? Því ég er svona mikill Batman aðdáandi? Nei, ég fýlaði Superman þegar ég var yngri,
EN. Að mynd sem skuli vera hæpuð þetta mikið upp, meira segja náð fyrsta sætinu á imdb (finnst það ósanngjarnt) skuli standast svona miklar væntingar þýðir hreinlega að hún sé ótrúlega góð og vel þess virði að sjá aftur í bíó.
(Ég var reyndar líka að vonast til að sjá Watchmen trailerinn aftur í bíó því sá trailer var awesome, og ekki versnaði það að heyra the beginning is the end is the beginning með Smashing pumpkins í þessu þrusuhljóðkerfi;))
Í endann á atriðinu í bankanum ertu að lýta framhjá einu, Jokerinn færir sig stöðugt á meðan hinn er að beina að honum byssunni, færir sig stöðugt til hægri og fjær staðnum þar sem hann vissi að skólarútan mundi bakka á fleygiferð inn. Enda hann sá eini sem vissi að það væri von á rútunni.
Og segjum sem svo að þetta hefði ekki gerst þarna, á þessari staðsetningu hefði Jokerinn samt átt möguleika á að lifa af því þetta voru einungis samræður um möguleikann á því að hann hafi átt að drepa hann.
Að hann skuli ekki fá skrámu þegar vörubíllinn kremst, það má áætla þó ég hafi ekki hugmynd um það að aðal höggið þegar bílnum hvolfi sé á húsið eða semsagt aftaná gáminn, ekki farangursrýmið. Enda labbar hann ágætlega laskaður úr bílnum, en jú jú harður áresktur en það er mismunandi hvernig fólk slasast og það er ekkert hægt að vera fullviss um það að andlitið meiðist, kannski var hann að deyja í hendinni eða einni tánni. ;)
Þetta með farsímana var óraunverulegt já, en samt skemmtileg heimsspekileg pæling um persónufrelsissviptingar ríkisstjórnarinnar.
Og það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að breyta tíðni farsíma til að gera nákvæmlega þetta. (sömu rök og þín)
Og ég skildi það frekar en að búa til nýja farsíma þá hafi hann frekar náð að breyta öllum farsímum allra án þess að fólk léti frá sér farsímann,
Og það að enginn af swat guttunum hafi ekki verið með farsíma eða að jokerinn hafi ekki verið með heldur þá skiptir það ekki máli, því miðað við að þessi eini sími sem Fox skildi eftir í móttökunni hjá Lau í hong kong náði að gefa Batman kort af öllu húsinu ýmindaðu þér þá hvað 30 milljón farsímar geta gefið þér…
Og já hringdi Jokerinn ekki í sjónvarpsstöðina úr farsíma þegar hann hótaði að sprengja spítalann?
Það að hann hafi ekki látið Fox hringja í Gordon er hægt að henda á þá ástæðu að hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að tala við Fox um það enda þurfti hann að bjarga gíslunum.
Og já eitt sem ég gleymdi, skemmtilegast við sonar dótið með símana… var tengingin við leðurblökur. Þessvegna er ég svo hrifinn af því.
Það að Stóri svarti fanginn hafi hent detenatorinum út um gluggan er akkurat snilldin…
Twistið sem enginn átti von á, refrenns í það að þú eigir ekki að dæma bókina á kápunni.
Og með harwey dent ertu að líta framhjá alltof stórum hlut, Jokernum tókst takmarkið sitt… að láta björtustu von Gotham falla. Það var eitt af aðal plottinu í myndinni.
Ég er samt sammála þér með að það er smá fail að hann hafi náð að tengja sprengjurnar í spítalann á meðan það var fullt af löggum þar að tæma hann… Nema honum hafi tekist þetta nunnugervi of vel.
En já, þessi mynd var mjög góð.
En margt var kjánalegt í henni, dauði Gordons fannst mér persónulega tilgangslaus nema út á eitt, það er að hann hafi óttast um að fjölskylda sín yrði næst. En það kom samt ekkert nægilega mikið fram um það til að styðja þetta allt.
En Jokerinn sem karakter var alltof vel skrifaður, vel leikinn jájá… en svona vel skrifaðann karakter hefðu nú mjög margir tekið sig sæmilega vel út sem, Heath Ledger var ótrúlega góður en hann var ekki bestur sem leikari,
Karakterinn hans var best skrifaður en mér fannst Ekhart ná að stela senunni svo alltof oft,
Svo í hvert skipti sem ég sé Morgan Freeman á stóra tjaldinu missi ég mig, en blehh later.
0