Mér finnst að það ætti að vera mynd af Bruce Willis hliðin á orðinu svalur í orðabók. Hann leikur nánast alltaf ótrúlega svala karaktera og er þar náttúrulega John McClane fremstur meðal jafningja. Mig langar til að fara yfir ferilinn hjá þessum ofursvala leikara.
Bruce Willis fæddist á herstöð í Idar-Oberstein Þýskalandi 19.mars 1955. Þegar faðir hans lauk herskyldu 1957 og þá flutti hann með fjölskylduna til Carney´s Point í New Jersey þar sem Bruce ólst upp. Bruce var mjög atorkumikill og var hálfgerður trúður í barnaskóla. Hann stamaði á þessum árum en hann stamaði hinsvegar ekki á meðan hann var í sviðsljósinu. Hann uppgötvaði leiklist sem hálfgerða lækningu gegn staminu. Það munaði litlu að hann útskrifaðist ekki úr menntaskóla vegna atviks sem varðaði kynþáttarifrildi en pabbi hans reddaði honum lögfræðing og hann fékk að útskrifast. Þá tók hann sér pásu í stað þess að fara í háskóla. Hann fékk sér vinnu við að keyra verkamenn í verksmiðju á milli staða. Eftir að góður félagi hans dó í vinnunni í bílslysi fékk hann nóg og hætti. Hann tapaði áttum í smá tíma og hékk mikið á börum og þá vildi hann verða blústónlistarmaður. Hann byrjaði að spila á harmoniku með hljómsveit sem hét Loose Goose. Fljótlega fann hann aftur löngunina til að leika og skráði hann sig því í háskóla og lauk þar námi með gráðu í leiklist.
Það gekk ekki svo vel að fá vinnu og hann byrjaði því að leigja í Hells kitchen hverfinu í New York. Þar bjó hann í lítilli íbúð og vann sem barþjónn. Hann fékk svo óvart hlutverk í leikriti á Broadway og þá fóru hjólin að snúast. Hann lék smáhlutverk í Miami Vice og svo var hann einnig í auglýsingaherferð Levi´s. Hann flutti til LA 1985 og fékk fljótlega hlutverk í ABC þættinum Moonlight. Þátturinn sló í gegn þrátt fyrir að Bruce hataði mótleikkonu sína Cybill Shepard sem var stjarna þá. Á endanum skyggði hann á hana og var hann farinn að fá kvikmyndatilboð. Fyrsta myndin hans var Blake Edwards myndin Blind Date þar sem hann lék á móti Kim Basinger. Myndin þótti arfaslök og fékk Willis strax gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Hann þaggaði niður í öllum með næstu mynd sinni. Hann fékk hlutverkið sem hann er hvað frægastur fyrir í dag. Þetta var náttúrlega John McClane í Die Hard. Engin var að búast við því að myndin væri eitthvað góð en hún sló rækilega í gegn. Á þessum tíma var Bruce búinn að kynnast Demi Moore og voru þau búin að giftast.
Á meðan allir voru að bíða eftir hasarmynd með honum ákvað hann að leika í myndinni In Country sem fjallaði um hermann sem kemur heim úr Víetnam stríðinu skaddaður á sál til að sjá um frænku sína. Hann ljáði svo rödd sína í myndinni Look Who´s Talking þar sem hann talaði fyrir litla barnið Mickey og svo aftur í framhaldinu árið eftir. Síðan kom framhald af Die Hard í leikstjórn Renny Harlin en hún var ekki jafngóð og fyrri myndin. Hann lék svo í leiðinlegri Bonfire of the Vanities og síðan lék hann loks á móti Demi Moore í Mortal Thoughts sem var ágætis glæpadrama. Hann skrifaði svo og lék í Hudson Hawk sem var ágætis farsi um þjóf sem er að reyna að hætta en er þvingaður í eitt lokaverkefni(hljómar kunnuglegt). Svo lék hann í spennumyndinni The Last Boyscout þar sem Tony Scott(litli bróðir Ridley) leikstýrði honum ásamt Damon Wayans. Svo lék hann í sérkennilegri mynd Robert Zemeckis sem kallast Death Becomes Her. Í kjölfarið fylgdu tvær slappar myndir sú fyrri Striking Distance og sú seinni Color of Night, sem er hvað frægust fyrir að Bruce ákvað að sýna sinn heilaga í henni.
Quentin Tarantino gaf undan vegna nöldurs í Willis og leyfði honum að leika boxarann Butch í Pulp Fiction(sem er eitt besta hlutverkið hans). Hann lék svo á móti goðsögninni Paul Newman í Nobody´s Fool og svo lék hann á móti hobbitnum Elijah Wood í mjög slappri North.
Honum þyrsti í smá hasar og hann fékk smá skammt í þriðju myndinni í Die Hard seríunni árið 1995. Þar lék hann á móti Samuel L Jackson og Jeremy Irons. Hann lék í Tarantino-fjórðungnum í Four Rooms(ojj hvað ég hana) og lék svo í snilldarmyndinni hans Terry Gilliam, Twelve Monkeys. Þar leikur hann mjög vel fangann James Cole sem er sendur aftur í tímann til að stöðva plágu sem drepur nánast allt mannkynið. Ein af betri myndum Willis og Brad Pitt.
Hann lék árið 1996 í mynd Walters Hill Last Man Standing sem er eiginlega amerísk útgáfa af bókinni Jojimbo. Myndin fjallar um John Smith(gott nafn) sem hoppar á milli ítalskra og írskra glæpamanna í leit að skjótum gróða. Minnir svoldið á gömlu vestra Clint Eastwood.
Árið 1997 var ágætt hjá Bruce Willis hann lék í tveim vinsælum myndum. Luc Besson fékk hann í framtíðarmynd sína The Fifth Element og svo lék hann óvænt ískaldan og vægðarlausann leigumorðingja í The Jackal. Árið eftir var líka þétt skipað hjá honum. Hann lék fyrst í hálfslappri mynd sem hét Mercury Rising og svo í Bruckheimervellunni Armageddon og lauk svo árinu með hryðjuverkamyndinni The Siege(sem hefði aldrei verið leyfð hefði hún verið að koma út núna um þessar mundir). Hann leikur þar hershöfðingja á móti Denzel Washington sem er nokkuð ákveðinn þegar hryðjuverk ógna New York borg. Þetta er nokkuð vanmetinn mynd og mér finnst hún frekar góð.
1999 olli þáttaskilum í ferli Willis. Hann lék fyrst í lélegri mynd sem heitir Breakfast of Champions. Síðan var komið að myndinni sem kom honum aftur á stall með vinsælustu leikurunum. Hann lék í mynd eftir óþekktan indverskan leikstjóra sem heitir M. Night Shyamalan. Myndin heitir auðvitað The Sixth Sense og gerði hún Bruce Willis að stærri stjörnu og gerði einnig Haley Joel Osment að stjörnu og síðan kom hún M. Night á kortið. Hún var vinsælasta myndin 1999, sem er frekar merkilegt því það ár var óvenju gott kvikmyndaár.
Bruce var núna kominn á toppinn og hann lék svo í The Whole Nine Yards á móti Matthew Perry og þeir urðu bestu mátar. Matthew fékk Willis til að leika í Friends. Þá kom hundleiðinleg mynd sem hann lék í fyrir Disney fyrirtækið sem kallast The Kid. Hann samþykkti að leika í næstu mynd Shymalans á meðan hann var að taka upp Sixth Sense og hann stóð við það og útkoman var Unbreakable. Hún sló ekki eins vel í gegn og SS aðallega vegna þess að væntingar flestra voru óréttlátar og allir voru trúlegast að búast við Sixth Sense 2. Unbreakable átti samt eitt sameiginlegt með SS, hún var frumleg.
Núna nýlega lék hann á móti Billy Bob Thornton í Bandits, sem ágætis grínmynd. Það er væntanleg mynd með honum á þessu ári sem heitir Hart´s War og fjallar um herréttarhöld í fangabúðum.
Bruce hefur látið eftir sér að hann sé hættur að gera hasarmyndir og save the world myndir.
Bruce eða Bruno, eins og vinir hans kalla hann, er örvhentur(að sjálfsögðu) og er skilinn við Demi Moore. Hann er harður repúblikani en þolir samt ekki Bob Dole. Hann er í blúshljómsveit þar sem hann syngur og spilar á munnhörpu.
Hann átti að leika hlutverk Andy Garcia í Ocean´s Eleven en hann hætti við. Hann gengur með úrið sitt alltaf öfugt, eins og sést í myndunum Die Hard With a Vengeance og Mercury Rising.
Hér eru uppáhalds Bruce Willis myndir mínar:
1.Die Hard
2.The Sixth Sense
3.12 Monkeys
4.Pulp Fiction
5.Die Hard With a Vengeance
Yippie kaye mother******
-cactuz