Þetta sá ég á heimasíðu gemsa, www.visir.is/gemsar og er þetta fengið þar.
Tilnefnd sem besta myndin
Kvikmyndin Gemsar eftir Mikael Torfason er tilnefnd til tvennra verðlauna á Kvikmyndahátíð Gautaborgar. Myndin er bæði tilnefnd sem besta mynd Norðurlanda (Nordiska Filmpriset) og svo er Jakob Ingimundarson tilnefndur fyrir kvikmyndatöku Gemsa (Kodak Nordic Vision Award).
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg er ein sú stærsta og virtasta á Norðurlöndum. Kvikmyndin Gemsar eftir Mikael Torfason er tilnefnd til tvennra verðlauna á Kvikmyndahátíð Gautaborgar. Myndin er bæði tilnefnd sem besta mynd Norðurlanda (Nordiska Filmpriset) og svo er Jakob Ingimundarson tilnefndur fyrir kvikmyndatöku Gemsa (Kodak Nordic Vision Award).
Færri myndir komast að en vilja og í ár eru einungis átta myndir tilnefndar til aðalverðlauna hátíðarinnar sem haldin er helgina 1. til 3. febrúar næstkomandi í 25. skipti. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á filmfestival.org en þú getur líka lesið umsögn um myndina
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum verða Gemsar frumsýndir í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri 1. febrúar næstkomandi en framleiðendur myndarinnar eiga þegar í viðræðum við dönsk og norsk kvikmyndafyrirtæki um sýningar á myndinni í Noregi og Danmörku.
Þá er bara að vona að þetta sé eitthvað til að bíða spenntur eftir.