Leikarar: Jack Nicholson, Robin Wright Penn, Aaron Eckhart.
Handrit: Friedrich Dürrenmatt (Bok), Mary Olson og Jerzy Kromolowski.
Leikstjorn: Sean Penn.

The Pledge er ein besta mynd siðasta ars að minu mati.

Her fyrir neðan fjalla eg um mest alla myndina, svo þið sem ekki hafið seð hana: Ekki lesa.

Hun fjallar um lögreglumanninn Jerry Black (Jack Nicholson) sem er að fara a eftirlaun. Daginn sem haldin er kveðjuveisla handa honum er framið hrottalegt morð a ungri stelpu. Jerry fer ur sinni eigin veislu til að lita a malið asamt Stan Krolak (Aaron Eckhart). Grunaður um morðið a stelpunni er Toby (Benicio Del Toro) sem aður hefur verið kærður fyrir nauðgun a 16 ara stelpu. Toby er settur i varðhald og Stan yfirheyrir hann. Toby sem er þroskaheftur og veit ekkert i sinn haus, og veit ekki afhverju hann er þarna, jatar a sig morðið a stelpunni. Þegar flytja a Toby i fangageymslu ræðst hann a einn lögregluþjonanna og tekur af honum byssuna og skytur sig i hausinn. Malinu er lokað og Toby akærður sem morðinginn. Jerry fer samt og rannsakar malið enn fremur. Hann kemst að þvi að stelpan fekk nokkrar heimsoknir fra manni sem hun kallaði “Risann”, og teiknaði hun mynd af honum. Jerry leitar svo uppi um svipuð morð framinn a stelpum a aldrinum 8-12 ara. Upp komst að svipað morð var framið fyrir rumum 10 arum og önnur stelpa a sama aldri hvarf fyrir 3 arum. Allar 3 stelpurnar voru klæddar i rauðum kjol þegar þær voru drepnar/nauðgaðar eða hvurfu. Jerry sest að i litlum bæ og kaupir bensinstöð. Hann kynnist siðan Lori (Robin Wright Penn) sem a 8 ara gamla dottur sem heitir Chrissy. Chrissy litla kynnist svo manni sem kallar sig “Galdramanninn”. Chrissy segir Jerry fra þvi og er hann viss um að þetta er svo sami og framdi morðin.

Endirinn er einn sa besti sem eg hef seð i langan tima og kom hann mjög a ovart!

Jack Nicholson synir snilldar leik og tulkun Benicio Del Toro a Toby er otrulegur.

Sean Penn synir það að hann er jafn goður leikstjori og hann er sem leikari.

***1/2 | ****

(Afsakið að það eru engar kommur)