Alltaf gaman svona í byrjun hvers árs að gera lista yfir þær myndir sem maður hlakkar mest til að sjá á árinu. Endilega segið ykkar lista og afhverju þið veljið þær myndir.
Minn listi:
1) Lord of the Rings: The Two Towers
Get ekki beðið eftir þessari því önnur bókin í Hringadróttinssögu er uppáhalds hlutinn minn. Fyrsta myndin var frábær og því get ég ekki annað en trúað því að þessi verði líka frábær ef ekki betri.
2) Star Wars: The Attack of the Clones
Star Wars er Star Wars og því hlakkar maður alltaf jafn mikið til. Trailerinn er svo sem ekkert sérstakur en get ekki beðið eftir að sjá Yoda berjast.
3) Signs
Frá manninum sem færði okkur The Sixth Sense og Unbreakable. Trailerinn er frábær og ég hef alltaf haft gaman af myndum um yfirnáttúrulega atburði.
4) Minority Report
Hasarmynd frá Spielberg sem á að gerast í framtíðinni getur varla klikkað. Tom Cruise í aðalhlutverki. Handritið er sagt vera sjúklega gott. Þessi á eftir að vera rosaleg.
5) Black Hawk Down
Las bókina. Hafði mjög mikil áhrif á mig og er því mjög spenntur fyrir þessari mynd. Samt hræddur við myndina því Jerry Bruckheimer er framleiðandi. Leikstjóri er Ridley Scott.
Aðrar sem komast nálægt því að komast á listan eru:
-Panic Room (Leikstjóri er David Fincher)
-Blade 2
-Ice Age
-We were Soldiers
-Ali
-A beautiful Mind
-The Royal Tenenbaums
-Gangs of New York