Fæddist í Memphis, USA, 1. júní 1937 sem gerir hann þá 65 ára gamlan. Hann á samtals fjögur börn með tveimur mismunandi konum. Þau heita Alfonso, Saifoulay, Deena (sem er ættleidd) og Morgana. Morgan er þrígiftur. ‘67 - ’79 var hann giftur Jeanette Adair Bradshaw. Næsta kona hans átti eftir að leiða dóttur í ljósið. Sú kona var Jeanette Bradley, ekki er vitað hvort hann giftist henni eða hvenær hann fór frá henni. Núverandi kona hans heitir Myrna Colley-Lee, með henni átti Morgan tvo stráka, þá Alfonso og Saifoulay.
Morgan hafði vel hugsað sér að skella sér í Flugherinn til þess að verða orrustuflugmaður en hann valdi frekar leiklistina.
Morgan byrjaði í hinum vinsælu þáttum á FBS, ‘Easy Reader’. Það var langt áður en hann varð þekktur um allan heim. Eftir þónokkurn leik á sviði og í myndum heillaði hann áhorfendur sem ofbeldisfullur melludólgur í ‘Street Smart’ árið ‘87. Fyrir vikið fékk hann sína fyrstu tilnefningu til Óskarsins. Áður hafði hann leikið í myndum ss. ’Eyewitness' og ‘Teachers’. Árið 1989 tók hann dáldið stökk og lék í mörgum myndum, Liðþjálfi í Borgarastríðinu í ‘Glory’, háskólastjóra í ‘Lean me on’ og loks blíður bílstjóri í ‘Driving Miss Daisy’, þá vann hann sér inn aðra Óskarstilnefningu, en fékk Óskarinn ekki. Svo á sama ári lék hann í Johnny Handsome, þar lék hann grófa löggu.
Áður en Morgan settist í leikstjórastólinn lék hann í mynd Clint Easwoods, ‘Unforgiven’. Myndin sem hann leikstýrði er lítið þekkt, Bopha! Eftir það kom ein besta mynd allra tíma, The Shawshank Redemption. Þar fór Morgan með hlutverk Ellis Boyd ‘Red’ Redding eða ‘Red’. Myndir á borð við ‘Outbreak’ og ‘Se7en fylgdu þar á eftir, þær tvær mætti ég kalla skemmtilegar myndir. En þó er ’Se7en' mikið betri en ‘Outbreak’.
Væntanlegar myndir með Morgan á þessu ári eru ‘High Crimes’ (það er hægt að fá trailer á DVD), ‘The Sums of all Fears’ og ‘Dreamcather’. Árið 2003 koma aðrar tvær myndir, ‘Tusker’ og ‘Levity’.
Líkt og með Denzel Washington þá segir Morgan að hann hafi aldrei fengið að leika í rómantískum myndum eða í mynd þar sem hann kemur við einhvers konar ástarsamband við aðra konu. Svona dæmi geta vakið upp kynþáttafordóma, en ég stórefast um það. Fyrir mér þá eru þannig hlutverk bara tímasóun á hæfileikum Morgans.
Það sérstaka við Morgan er hvað hann er alltaf svo virðulegur og rólegur á tjaldinu. Alveg sama hvaða hlutverk er verið að ræða um, fangi í Shawshanks fanglelsinu eða rannsóknarlögreglumaður að elta geðveikan raðmorðingja í ‘Se7en’.
Gróðatölur myndanna hans eru nokkuð misjafnar, fimm þeirra hafa farið yfir $100 milljóna markið, þær eru ‘Robin Hood: The Prince of Thieves’, ‘Deep Impact’, ‘Driving Miss Daisy’, ‘Se7en’ og ‘Unforgiven. Sú gróðamesta er ’Robin Hood' en hún fór yfir $165 milljónir. Þó eru ekki allar myndir hans vinsælar, ekki alveg. Því ‘Under Suspicion’ fékk alveg hræðilega aðskókn eða rétt rúmlega $260 þúsund. Heildargróði allra mynda hans er u.þ.b. $1 milljarður.
Morgan Freeman er einn af mínum uppáhaldsleikurum, án efa langbesti svarti leikarinn þótt það skipti engu máli hvort leikarar séu hvítir eða svartir.
Skemmtilegustu hlutverk hans eru William í ‘Se7en’ og Red í ‘Shawshank Redemption’.