Critters 4 : Meistaraverk eða ekki? Critters 4

Leikstjóri: Rupert Harvey
Handrit: Rupert Harvey (Critters 3), Barry Opper(Critters 3)
Framleiðandi: Rupert Harvey (Critters 3), Barry Opper(Critters 3)
Ár: 1991

Tagline: In space, they love to hear you scream!

Aðalhlutverk:
Brad Dourif (Bride of Chucky, Alien: Resurrection, Child's Play 3, Child's Play 2, Graveyard Shift, Child's Play, Dune, One Flew Over the Cuckoo's Nest)
Angela Bassett (Contact, Vampire in Brooklyn, Waiting to Exhale, Malcolm X, Boyz N the Hood)
Don Keith Opper (Critters, Critters 2: The Main Course, Critters 3)
Anne Ramsay (Planet of the Apes, “Mad About You”, A League of Their Own)
Terrence Mann (Critters, Critters 2: The Main Course, Critters 3)
Eric DaRe (Starship Troopers, Playing God, “Twin Peaks”, The Flash)
Anders Hove (Lost Weekend, Den Eneste ene, Idioterne)

Óskarinn fyrir:
Gáfuðusta tuskudýrið

Um:
Critters eru littlar loðnar geimverur, þær éta eins og píranafiskar, geta skotið pílum úr enninu á sér(þó þær virðast hafa gleymt því í þessari mynd) og geta gert sig að litlum loðnum kúlum og rúllað um allt.

Critters 4 byrjar þegar mannveiðarinn Charile er að leita af ‘Critter’ eggjum í rústum byggingarinnar frá Critters 3(1991), hann finnur nokkur egg en rétt áður en hann ætlar að eyða eggjunum þá fær hann skilaboð um að þetta séu seinustu eggin og samkvæmt geimlögum má ekki eyða lífi algerlega, hann á að setja eggin í lítil geimflaug sem lenti rétt fyrir utan húsið. Hann fer inní það með eggin en áður en hann nær að fara út lokast það og út kemur eitthvað efni og Charile sofnar. Geimflaguin skýst út í geiminn með honum í og eggjunum.

53. árum seinna finnur einkarekið geimskip geimflaugina. Þau fá skilaboð frá fyrirtækinu ‘Terrator’, sem er eitthvað rosa stórt fyrirtæki í geimnum, að þau eigi að koma með flaugina í eina af geimstöðvum fyrirtækisins og fá eiga að fá fundarlaun fyrir en þau mega alls ekki opna flaugina. Þegar þau koma í geimstöðina er hún algerlega tóm svo þau ákveða að skoða sig um. Skipstjóri geimskipsins fer að verða svoldið forvitinn svo hann ákveður að opna flaugina, þá vaknar Charile og eggin opnast!

Það kemur í ljós að fyrirtækið ‘Terrator’ hafi lengi reynt að búa til veru sem getur unnið í hernaði og í geimstöðin sem þau eru í var unnið að því að búa til eitthverja rosalega hættulega veru en það heppnaðist aldrei svo að það væri frábært fyrir þá að fá Critterana.

Critterarnir eru mjög gáfaðir í þessari mynd í einu atriðinu sjáum við t.d. þá klóna sig og gera stóra útgáfu af sér. Öll þessi ár í eggjunum í geimnum hafa gert þeim gott þær voru frekar heimskar í hinum myndunum.

sbs:
Critters 4 er ein af þessum ‘Alien’ eftirhermum, við höfum geimveruna hættulegu, einangruðu geimfarana og gráðuga fyrirtækið sem vill fá geimveruna hvað sem það kostar. En þrátt fyrir þunnt handrit þá er myndin nokkuð skemtileg, það er alltaf gaman að sjá Brad Dourif leika, hann er einn af þessum leikurum margir kannast við en átta sig ekki alveg á hvaðan. Það virðist vera svoldið vinsælt að láta framhöld af ‘ódýrum’ hryllingsmyndum gerast í geimnum, Leprechaun, Friday the 13th og fleiri. Ætli það sé ekki besta leiðin til að ‘ljúka’ seríunni af og græða pínu á því, þá hefur þetta ekki alltaf markað endalokin, t.d. er til Leprechaun In the Hood sem var framhald af Leprechaun 4: In Space. En ég held að við getum ekki búist við fleiri Critters myndum þó þetta hafi verið ágætis myndir.

Allavegana **1/2 af ****