The Frighteners Framleiðsluár:1996
Leikstjóri:Peter Jackson.
Aðalleikarar:Michael J. Fox, Trini Alvarado, Peter Dobson, John Astin.
Lengd:110min
Genre:Comedy, Horror, Thriller.

Fyrst að ég ætla mér að sjá allar myndir Peter Jackson´s leigði ég þessa, núna áðan og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum!Myndin fjallar í stuttu máli um Frank Bannister ( Michael J. Fox ) sem kallar sig paranormal investigator, hefur þá hæfileika að geta séð dáið fólk og talað við það eftir bílslys sem hann lenti í. Hann vinnur semsagt við það að losa fólk við drauga, en auvitað er hann í samstarfi við draugana, draugarnir hræða fólkið og hann kemur og rukkar fé fyrir návist sína, hin sæmilegasta vinna!En í þessum litla bæ sem myndin gerist í hafa orðið mörg óvenjuleg dauðsföll undanfarið. Fórnarlömbin sýnast fá hjartaáfall, en við krufningu kemur annað í ljós, það er eins og hjarta fórnarlambanna hafi verið kramið. Og fyrst að Banner getur séð the living dead reynir hann að komast í drullugan botninn af þessum málum, en á meðan er hann eftirlýstur fyrir morð, þrír flippaðir draugar fylgja honum hvert fótspor og hjálpa honum, einhver úber klikkuð kelling læsir dóttur sína inni í húsi sínu og talar um að hún sé anti-kræstur eða eikkhvað álíka, og svo blandast kona ein inn í þetta, og hálfklikkaður lögreglumaður sem hræðist kvenfólk sem öskrar. Myndin er verulega klikkuð og skrýtin, en þó skilst mér að hún sé ekki jafn blóðug og fyrri myndir Jackson´s, þó slatti af ofbeldi sé í henni. Leikurinn er ágætur hjá flestum, myndatakan er mjög flott ( eins og oftast í myndum Jackson´s ), og handritið óvenju gott ( miðað við að þetta sé grín-horror mynd ), og myndin frekar spúkí á köflum. Ágætis mynd sem er vel þess virði að kíkja á einhvern dag.

***/****

smokey…