Funny Games Funny Games


Leikstjórn: Michael Haneke
Handrit: Michael Haneke

Leikarar: Susanne Lother, Ulrich Muhe, Arno Frisch, Stefan Claczynski

Funny Games er austurísk mynd eftir meistarann Michael Haneke sem ég hef rosalega mikið dálæti af. Myndin er gerð árið 1997 og er um fjölskildu sem fer í sumarfrí upp í sumarhús í sveitinni. Þegar að húsinu er komið bankar ungur maður upp á hjá þeim og biður um að fá nokkur egg lánuð, konan á heimilinu hleypur honum inn og lánar honum egg og verð ég að segja að það hafði hún átt að láta ógert.
Myndin byrjar voðalega fallega, fjölskildan er á leið upp í sumarhúsið og er að hlusta á fallega sinfóníu. Allir brosa og það er voða gaman hjá þeim. Svo allt í einu kemur rosalegt hardcore lag og heiti myndarinnar birtist á skjánum og um leið og það gerðist hugsaði ég með mér, þessi mynd á eftir að vera geðveig og ég verð að segja að ég hafði alveg ótrúlega rétt fyrir mér, myndin er alveg rosalega góð. Hún er spennandi, óhugnaleg og heldur manni föstum allan tíman. Þetta var fyrsta Michael Haneke myndin sem ég hef séð og hef ég nú því miður aðeins séð eina í viðbót en maður er að vinna í þessu.
Það er nú gaman að segja frá því að þó svo að myndin sé mjög brútal og óhugnaleg er lang flest ofbeldisatriðin sýnd bak við cameruna eða off camera eins og það er sagt á ensku, og lætur áhorfandan nota ímyndunar aflið sem persónulega hræðir mann mest. Eins og Alfred Hichock sagði þá er það sem hræðir manninn mest er ímyndunaraflið.
Þessi mynd heldur manni algjörlega föstum við skjáinn frá byrjun til enda og standa leikararnir sig alveg ótrúlega vel. Og eins og ég sagði áðan þá er Michael Haneke snillingur og hann veit það vel. Öll kameruhreifing er snild og hann leifir hverjum ramma að lifa alveg ótrúlega lengi. Það kemur fyrir að maður byrjar svoleiðis að naga niður í fingurgóma því að hann heldur vínklinum alveg óþægilega lengi og er það samt eitthvað sem ég persónulega fíla mjög vel.
Það er komið bandarísk útgáfa af funny games sem heitir funny games us og er leikstýrð af Michael Haneke, hún er tekin alveg ramma fyrir ramma eins, það er reyndar svona hitt og þetta sem er breitt í henni en í heildina er hún næstum því eins. Reyndar finnst mér leikarar austurísku myndarinnar tækla hlutverkið betur og myndin höfðar finnst mér meira til þess tíma sem hún er gerð árið 1997 heldur en árið 2008. En fyrir þá sem kjósa frekar bandarískar myndir mæli ég eindregið með Funny Games Us því hún er mjög góð en persónulega fannst mér austuríska útgáfan betri.

****/****