The Royal Tenenbaums er ný búið að frumsýna í Bandaríkjunum og skartar hún engum öðrum en Gene Hackman, Ben Stiller, Gwyneth Paltrow og Bill Murray og fleiri frægum leikurum.
The Royal Tenenbaums fjallar um fjölskylduna Tenebaums sem hefur verið aðskilin í sautján ár. Fóru flestir fjölskyldu meðlimirnir í sína átt og hafa ekki hisst síðan. Þar með talinn er faðir fjölskyldunar Royal Tenenbaum (Gene Hackman) sem að fluttist á hótelsvítu og lifði þar. Kemur svo fyrir að Royal Tenenbaum er greindur með krabbamein og á hann aðeins sex vikur ólifað. Hann tekur til ráðs að fá alla fjölskylduna undir sama þak og tilkynna þeim sorga fréttirnar og vill nýta þann tíma sem hann á ólifað til að bæta fyrir það að hafa verið lélegur faðir. Margot (Gwyneth Paltrow), Richie (Luke Wilson) og kona Royal (Anjelica Huston) ákveða að gefa honum tækifæri þó svo að Chas (Ben Stiller) sé í nöp við pabba sinn og ekki eins til í að fyrigefa föður sínum. Fylgjumst við síðan með atburðar rás sem inniheldur sorg, hatur og hlátur sem leiðir þennan magnþrungna söguþráð í gegnum myndina.
The Royal Tenenbaums er mjög þungmelt mynd þó svo ótrúlegt megi virðast með svo marga gamanleikara. Sagan á bakvið myndina er heillandi og skilur mikið eftir sig, hún fær mann til að hugsa líkt og myndir á við Rushmore og American Beuty (þess má geta að leikstjórinn skrifaði einnig handritið af myndinni og einnig Rushmore). Það kemur á óvart að sjá Ben Stiller í alvarlegu hlutverki þar sem að maður þekkir hann aðalega sem karakterinn úr Meet the Parents sömu sögu má segja um Bill Murray því hann leikur Raleigh, hlédrægann eiginmann Margot Tenenbaum sem er leikin af Gwyneth Paltrow. Ég hef aldrei séð Gwyneth Paltrow leika hlutverk á við þetta og sýnir það og sannar að hún er ágætis leikkona. Ef við snúum okkur að Gene Hackman þá get ég sagt það að hann lifir sig mikið inni í hlutverkið og stendur sig frábærlega og sama gildir um fyrrverandi eiginkonu Roayl, Etheline leikin af Anjelica Huston en það er nokkuð síðan að hún sást á hvíta tjaldinu. Danny Glover leikur fyrrverandi þjón fjölskyldunar hann Henry og er það gaman að sjá hann leika gamlan þjón þar sem að hann á svo eftirminnilegar settningar um aldur í “Lethal Weapon”, að lokum komum við að Owen Wilson sem leikur Eli vin fjölskyldunar. Ég hef rekist á ýmis comment um Owen að hann sé lélegur leikari og svo framvegis en hann var mjög góður í sínu hlutverki, þá hugsar fólk líkt og spáði í hvort að Ben Stiller hafi ekki bara kippt í nokkra strengi til að fá Owen hlutverk í myndinni því þeir eru ágætis vinir en svo er ekki heldur er sagan öfug, Owen skrifaði handritið að myndinni með Wes Anderson þannig að álit mitt á Owen hefur hækkað fyrir það. Nóg um leikarana og ef ég sný mér að öðrum hlutum þá er vel að nefna myndatakan frekar venjuleg og þá á ég við að hún hafi verið unnin vel en það kom einstaka sinnum fyrir skemmtilega unnin mynda skot sem fékk gjörsamlega athygli manns en ég fer ekkert nánar í það. Útfærsla sögunar á filmu var vel gerð því leikstjórinn gerði handritið með einum leikara myndarinnr þannig að þeir vissu nákvæmlega hvernig hlutirnir ættu að vera gerðir og hvernig þeir ættu að koma út. Ég held ég hafi talið flest allt upp sem skiptir máli en í heildina litið kemur út mjög vel unnin mynd sem fær mann til að hugsa en ég vil benda á að hún er alls ekki fyrir alla þar sem að hún er frekar hæg og í þyngri kanntinum.
Ef ég á að gera langa sögu stutta og komi með niðurð stöðu hvort þessi mynd sé tveir þumlar upp eða tveir þumlar niður og hvort fólk eigi að fara á hana þá skal ég botna þetta. Það er varið í hana þá meina ég mjög varið í hana einnig er hún full af stjörnu leikurum sem standa sig frábærlega, á hinn kanntinn þá er hún hæg og þungmelt en er aðeins 109 mínútur sem að bjargar henni vel frá falli í frá “the box office” í Bandaríkjunum. Ef að þú hafðir gaman af Rushmore þá er þetta pottþétt mynd fyrir þig auk þess er hún fyndnari. Ef þú hafði aftur á móti ekki gaman af Rushmore þá er það undir þér komið hvort þú viljir sjá hana eða ekki en ég nota Rushmore bara sem dæmi því þær eru svipaðar í áhorfi þannig að ekki halda ef þér líkaði ekki við Rushmore að The Royal Tenenbaums sé léleg. Þetta er búið að vera dálítið löng gagnrýni en ég varð að koma þessu öllu frá mér.
The Roayl Tenenbaums: *** af ****