Það er ekki til sá maður sem hefur ekki séð mynd með Arnold Schwarzenegger. Arnold hefur leikið í nokkrum af vinsælustu myndum sögunnar sem hafa rakað inn “milljarða” dollara. Mig langaði því aðeins að rifja upp söguna á bak við þetta undur með svakalega nafnið Arnold Schwarzenegger.
Arnold fæddist 30 júlí 1947 í Thal rétt hjá Graz í Austurríki. Hann ólst upp á annarri hæð í 300 ára byggingu sem hafði engar pípulagningar,síma,teppi,hitamiðstöð og aðeins örfá ljós. Þar bjó ásamt föður sínum(Gustav-lögreglumaður), móðir(Aurelia) og eldri bróður sínum Meinhard. Hann og bróðir hans þurftu að ná í vatn í brunn í nokkur hundruð metra fjarlægð og um tíma áttu þau ekki heldur neinn ísskáp(þau voru sem sagt frekar fátæk). Þegar Arnold var 13 ára sagði hann við foreldra sína að hann vildi fara að rækta líkama sinn og verða gífurlega sterkur. Hann fékk sér lóð og æfði sig í kjallaranum á gömlu byggingunni. Hann fór svo að fá leiðbeiningar hjá gömlum vaxtarræktarmanni sem sá mikla hæfileika í honum. Síðan fór Arnold í herinn og ók þar skriðdreka. Hann fór í leyfisleysi til Stuttgart til að keppa í vaxtarræktarkeppni og var svo settur í fangelsi þegar hann sneri aftur.
Þegar Arnold var tvítugur var hann orðinn bæði Hr.Evrópa og sá yngsti til að vinna titilinn Hr.Alheimur. Hann ákvað að freista gæfunnar í Hollywood og fór til Ameríku 1968 og byrjaði í vegavinnu í Santa Monicu. Hann lék svo í fyrstu myndinni 1971(Hercules in New York) en sama ár dó Meinhard bróðir hans og 2 árum seinna faðir hans einnig.
Nokkrum árum seinna fékk John Milius Arnold til að leika í mynd sem hann hafði skrifað með Oliver Stone og kallaðist Conan the Barbarian. Framleiðandinn að myndinni hét Dino DeLaurentis og hann gerði samning við Arnold um að leika í nokkrum myndum. Arnold þurfti að æfa í marga mánuði fyrir Conan m.a. sverðaskylmingar,læra að sitja hest og æfa áhættuatriði. Þegar þeir tóku svo upp eitt af fyrstu atriðunum þá var Arnold næstum því búinn að drepa sig. Árásarhundum var sleppt of snemma og hann datt niður kletta og höfuðkúpubrotnaði og fékk heilahristing. Hann kláraði samt myndina með ýmsum öðrum óþægindum og slysum.
Næst lék hann í The Terminator sem James Cameron og þá var fólk farið að taka vel eftir honum. Joel Silver fékk hann svo til að leika í Commando árið eftir. Þar lék hann hermanninn John Matrix sem þarf að rifja upp gamla takta þegar dóttur hans er rænt. Höfundur Commando Steven E. de Souze skrifaði líka handrit að framhaldsmynd en Joel Silver vildi ekki gera hana. Þannig að Steven þessi skrifaði aðra mynd byggða á þessu Commando 2 handriti og úr því varð myndin Die Hard með Bruce Willis.
Dino DeLaurentis var 1985 að reyna að safna peningum fyrir mynd sem átti að heita Total Recall. Hann ákvað því að gera low-budget hasarmynd um gangstera og fékk Arnold til að leika í henni en Arnold las handritið að Total Recall og vildi frekar gera hana. Dino vildi samt bíða og gera þessa b-mynd fyrst, hún hét Raw Deal og var Arnold í raun þvingaður til að gera hana(út af samning).
Árið eftir lék Arnold í tveimur myndum. Fyrri myndin var um mann í framtíðinni sem er dæmdur til dauða og fer aftakan fram í sjónvarpinu(Survivor er ekkert í samanburði). Myndin, sem heitir The Running Man og er byggð á bók eftir Stephen King, sló rækilega í gegn. Hin myndin var The Predator sem var leikstýrð af John McTiernan. Það var orðið nokkuð erfitt að finna góðan mótstæðing fyrir Arnold því á þessum tíma var hann orðinn gríðarlega mikill. Hann var 180 cm og yfir 100 kíló og brjóstkassinn á honum var aðeins 20 cm minni á breidd en hæð hans, sem sagt hann var með 160 cm bringu í ummál. Það var því eina lausnin að láta hann kljást við geimveru sem er yfir tveir metrar á hæð og getur gert sig ósýnilega. Það sem kannski fáir vita er að Jean Claude Van Damme byrjaði sem maðurinn í gúmmíbúningnum en gafst svo upp vegna hitans og óþægindanna. Þá tók við Kevin Peter Hall sem sá ekkert í búningnum og var því alltaf að slá Arnold og klóra hann óvart.
Næsta verkefni Arnolds var mynd sem Walter Hill(48 hours,last man standing) fékk hann til að leika í. Það var myndin Red Heat, þar sem Arnold lék rússneska löggu á móti Jim Belushi sem lék ameríska kjaftfora löggu. Myndin var tekinn upp í Ungverjalandi,Ameríku, Moskvu og í Austurríki því það var ekki nóg af snjó í Moskvu.
Þá var komið að því að Arnold vildi gera öðruvísi mynd og honum hafði alltaf langað til að leika í grínmynd. Hann ákvað því að leika í mynd eftir Ivan Reitman(Ghostbusters). Myndin hét Twins og lék hann tvíburabróður svindlara sem Danny DeVito leikur. Þessi mynd er það eina góða sem Arnold hefur gert í grínmyndum. Myndin sló náttúrulega í gegn því fólk vildi sjá tröllið í grínmynd.
Þá var komið að myndinni sem Dino DeLaurentis hafði safnað og safnað peningum fyrir. Myndin sem Arnold hafði lesið handritið að og vildi ólmur gera. 1990 grátbað Arnold Dino um að fá að leika í Total Recall og vildi hann einnig fá Paul Verhoven til að leikstýra henni. Total Recall er byggð á smásögu eftir Philip K. Dick(sem er einmitt uppáhalds sci-fi höfundurinn minn). Hún fjallar um mann sem dreymir sífellt um mars og ákveður að fara til fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að selja minningar. Douglas Quad(Arnold) ákveður að kaupa minningu um mars. Ísetningin fer hins vegar eitthvað úrskeiðis og hann hættir að gera sér grein fyrir því hvað er partur af minningunni og hvað er raunveruleiki. Ég vil meina að einhver annar leikstjóri hefði getað gert snilldarmynd úr þessu handriti(t.d. Ridley Scott eða James Cameron) en myndin er samt mjög góð þrátt fyrir það.
Síðan kom grín/spennumyndin Kindergarten Cop sem var allgjört flopp frá fyrstu mínútu. Síðan kom þetta örlagaríka símtal frá James Cameron þar sem hann bauð Arnold að vera í T2. Arnold sagði strax já án þess að lesa handritið. Útkoman var ein besta spennumynd aldarinnar og tvímælalaust besta framhald sögunnar. T2 sló í gegn með þvílíkum hasaratriðum og brellum sem voru langt á undan sínum tíma.
Nú var Arnold farinn að skilja hvers konar goðsögn hann var orðinn og ákvað hann því að gera grín að því í myndinni The Last Action Hero og fékk gamla félagann sinn John McTiernan til að leikstýra henni. Myndin var hrikalega leiðinleg og hefði Arnold þá strax átt að fatta að hann getur ekki verið í grínmyndum og Twins var bara fyrirbæri sem myndi ekki endurtaka sig. Hann hélt áfram að reyna í Junior sem var líka hundleiðinleg mynd um vísindamann sem kemur fóstri fyrir í sjálfum sér. Hann meira að segja reyndi með sama liðinu og í Twins(þ.e.a.s Danny DeVito og Ivan Reitman). Það var hins vegar sama ár að hann var að gráta yfir hörmungum sínum heima hjá James Cameron að þeir tveir ákváðu að horfa saman á franska mynd sem hafði gengið á milli manna í Hollywood í nokkurn tíma og kallaðist Le Total. Þegar þeir höfðu klárað hana horfði þeir á hvorn annan og sögðu “gerum þessa mynd að alvöru hasarmynd”. Það var kveikjan að True Lies sem sannaði það að þessir tveir menn geta ekki klikkað saman.
Arnold hélt áfram í hasarhug með myndinni Eraser sem kom 1996 og sló í gegn. Þar lék hann John Kruger sem er “special agent” hjá vitnavernd bandaríkjanna. Þrjóskan sagði samt til sín og enn hélt hann áfram að reyna að gera grínmynd og nú endaði hann í allgjörum saur. Jingle All the Way fjallar um pabba sem er að leita að leikfangi fyrir son sinn(come on hvað var hann að pæla).Síðan náði hann botninum gjörsamlega þegar hann lék í einni lélegustu mynd sem ég hef séð Batman&Robin. Hún var svo léleg að hann lenti í hjartavandamálum næstu árin en til allra lukku þá komst hann yfir þau. Hann var frá í 2 ár en sneri aftur með óhefðbundinni mynd. End of Days var ekki týpísk Schwarzenegger(djöfull hata ég að vélrita þetta nafn)-mynd hún fjallar um millenium eins flest allar myndir á þessum tíma(1999) og hvernig djöfullinn kemur til Bandaríkjanna(að sjálfsögðu) til að leita sér að drátt:) sem veldur endalokum mannsins. Eitthvað misheppnaðist þessi mynd, til að mynda að hafa Arnold Schwarzenegger(arrgg) að berjast við djöfulinn með M-16 eða Uzi(hahahahaha). Næst fylgdi skárri mynd en ekki nógu góð samt. 6th Day fjallar um klónun sem er greinilega hitamál á heimili hans Arnold. Voða flott Matrix-ish mynd með engri persónusköpun og hvernig á maður gera fílað mynd með siðferðisádeilu ef það er enginn trúverðug persóna í myndinni.
Það er nokkuð ljóst að Arnold er ekki allveg á réttri braut um þessar mundir en ég vona að hann lagi þetta allt saman með T3. Á undan þurfum við að horfa á hann stúta nokkrum hryðjuverkamönnum í Collateral Damage. Arnie er giftur Mariu Shriver(sem er í Kennedy fjölskyldunni) og þau eiga 3 börn. Arnold fór í háskóla í Wisconsin og útskrifaðist með gráðu í listum,viðskiptum og markaðsfræði(sumir vilja meina að heilinn sé svakalegasti vöðvinn:)
Arnold og Sylvester Stallone eru miklir vinir og eiga þeir Planet Hollywoodkeðjuna ásamt Bruce Willis. Arnie og Sly skjóta á hvorn annan oft í myndum. Dæmi:
Í Demolition Man, sem gerist í framtíðinni, er til eitthvað sem heitir Schwarzenegger forsetabókasafn( sem sagt Arnold forseti)
í Last Action Hero er stórt T2 skilti þar sem Sly situr á mótorhjólinu en ekki Arnold
Í Twins er Arnold að metast á magavöðvum við plakat af Rambo III
Þessir tveir hafa einmitt í langan tíma reynt að finna handrit þar sem þeir geta leikið saman( það væri gaman að sjá það).
Mín röðun á Schwarzenegger-myndunum
1. T2
2. Predator
3. Total Recall
4. Terminator
5. True Lies
6. Eraser
7. Running Man
8. Commando
9. Twins
10. 6th Day
11. Conan the Barbarian
12. Red Heat
13. End of Days
14. Junior
15. The Last Action Hero
16. Conan the Destroyer
17. Kindergarten Cop
18. Raw Deal
19. Red Sonja
20. Jingle All the Way
21. Batman&Robin
Hastala Vista Babies
-cactuz