SE7EN
Framleiðsluár:1995
Leikstjóri:David Fincher
Aðalleikarar:Brad Pitt, Morgan Freeman, Gwyneth Paltrow, Kevin Spacey
Lengd:ca.123min
Dauðasyndirnar sjö ( eða bara Seven ) er þrælmögnuð mynd, sem fjallar um tvo lögreglumenn, hinn reynda William Somerset ( Morgan Freeman ), og hinn unga David Mills ( Brad Pitt ) sem eltast við raðmorðingja á götum New York borgar. Raðmorðinginn sem er aðeins þekktur undir nafninu John Doe, fer heldur undarlegar leiðir í leit að fórnarlömbum. Hann fer eftir höfuðsyndunum sjö, ofát, græðgi, leti, öfund, reiði, stolt og girnd, og ekki er hægt að segja að hann fari pent í limlestingarnar!Myndin er mjög dökk og dimm, og frekar ofbeldifull, reyndar mjög. Til dæmis var fyrsta fórnalambið bundið við stól og látið borða hægt og rólega þangað til að inniflin sprungu, ekki mjög smekklegt það. Svo var annað fórnalamb látið skera af sér hold, og ekki voru önnur morð mikið smekklegri. Andrúmsloftið í myndinni er rosalegt, þú sérð ekki mikið betri leik en hér, Morgan Freeman í toppformi, Brad Pitt mjög góður, og svo stal hann Kevin Spacey algjörlega myndinni sem John Doe, sjón er sögu ríkari!Leikstjóri myndarinnar er heldur ekkert viðrini, snillingurinn David Fincher sem hefur áður gert meistaraverkið Fight Club, og svo The Game, og svo síðast Alien 3. Hann er nú einmitt að leggja lokahönd á The Panic Room, sem ætti ekki að vera mikið síðri en fyrri verk hans. Ein allra besti raðmorðingja/drama/þriller sem ég hef séð.
Gluttony, Greed, Sloth, Envy, Wrath, Pride, Lust
****/*****
smokey…