Myndir sem eru byggðar á frægum skáldsögum fá oft mikla athygli en hér eru nokkrar…..

Apocalypse Now. Mjög góð mynd sem er byggð á skáldsögu Pólverjans Joseph Conrad, Heart of Darkness. Ég hef lesið bókina en henni er nokkuð mikið breytt í myndinni. ***1/2-

Ben-Hur. Mér fanst ótrúlegt hvað þessi kvikmynd sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Lewis Wallace. Þessi mynd er alger snilld!!
****

Bridges of Madison County. Þessi mynd er ömurleg! Ég kíkti á hana þegar hún var í sjónvarpinu í daginn og las fyrsta kaflann í bókinni. Robert James Waller skrifaði hræðilegu bókina, Bridges of Masison County. 1/2

Bridget Jones´s Diary. Ég hef ekki lesið skáldsögu Helen Fielding en fannst myndin bara ansi góð. ***

Englar Alheimsins. Einar Már Guðmundsson skrifaði samnefnda skáldssögu sem þessi mynd var gerð eftir. Mér fannst myndin vera mjög góð. ***1/2

The Godfather myndirnar. Allar þessar myndir eru byggðar á skáldsögum Ítalns, Mario Puzo. Bækurnar og myndirnar eru alger snilld. Part I **** Part II ****- Part III ***1/2+

The Green Mile. Stephen King skrifaði frábæru skáldssöguna, The Green Mile. Þessi snildarmynd er byggð á henni. Margar myndir hafa
verið byggðar á skáldsögum Stephen King og heppnast oft mjög vel sem og þessi. ****

Hannibal. Thomas Harris gerði 3 skáldsögur um Dr. Hannibal Lecter og þessi er nr. 3 í röðinni. Ég hef lesið allar sögurnar 3 og finnst þessi vera næstbest. Myndin er líka mjög góð. ***+

Harry Potter and the Sorcerer´s Stone. Það þekkja allir til Harry Potter bókanna sem og kvikmyndarinnar sem fékk metaðsókn alls staðar í heiminum. Mér fannst myndin ekki fylgja bókinni nógu vel eftir en var ekkert léleg. ***-

High Fidelity. Ég hef ekki lesið skáldsögu Nick Hornby sem myndin er byggð á en myndin var allt í lagi. **1/2

The Horse Wihsperer. Ég hef heldur ekkert kíkt í skáldsögu Nick Evans sem þessi mynd er byggð á en sá einu sinni hvað hún er viðbjóðslega þykk. **1/2+

The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. J.R.R Tolkien skrifaði bók 20. aldarinnar sem nú er orðin að kvikmynd 21. aldarinnar. Vá marr!!!!!! Ég hef aldrei séð aðra eins snilld. ****+

The name of the Rose. Ég jef ekki lesið skáldsögu Umberto Eco en fannst myndin vera fín. ***-


þá vitið þið það

kv. ari218