K- PAX Ég bjóst við miklu þegar ég labbaði inn í bíósalinn á þessa mynd í Bíóhöllinni gær. Trailerarnir höfðu lofað góðu og hún hafði fengið ágæta dóma.

Áður en myndin hófst komu 4 trailerar. Fyrstu þrír af þeim (Hearts in Atlantis, Enigma og Spy Game) voru ekki með neinu tali heldur bara tónlist af einhverri píkupopp útvarpsstöð sem ég var mjög fúll með. Hljóðið kom svo á síðasta trailernum af Heist.


Myndin fjallar um Prot (Kevin Spacey) sem segist vera geimvera frá plánetunni K- PAX. Að sjálfsögðu er hann settur á geðveikrahæli fyrir að segja það við lögregluna. Uppáhaldsmatur Prot eru ávextir en þeir eru mjög líkir matnum á K-PAX. Hann borðar þá reyndar á allt öðruvísi hátt en mennirnir gera. Á geðveikrahælinu trúir náttúrulega enginn honum (nema geðsjúklingarnir) en þeir virðast ekki komast nálægt því að sanna fyrir honum að hann sé jarðarbúi. Prot er svo látinn í tíma hjá Dr. Mark Powell (Jeff Bridges), sálfræðingi og verða þeir mjög nánir.
Prot verður einnig mjög vinsæll meðal geðsjúklinganna sérstaklega þegar hann segist geta læknað þá…… og vinsældir hans aukast enn meira þegar hann segist geta tekið einn jarðarbúa með sér heim aftur til K- PAX. Dag einn ákveður Dr. Powell að fara með Prot með sér í geimvísindastofnunina. Þar verða geimsérfræðingarnir heillaðir af honum vegna þess hvað hann veit mun meira en þeir um himingeiminn. Okey nú skrifa ég ekki meir því það eiga væntanlega margir eftir að sjá þessa mynd……..

Kevin Spacey sýndi enn einu sinni frábæran leik á hvíta tjaldinu. Jeff Bridges lék einnig mjög vel en ekki nærri jafn vel og Kevin.

***+