Child's Play 2
Leikstjóri: John Lafia
Aðalhlutverk: Alex Vincent, Christine Elise, Brad Dourif.
Framleiðsluár: 1990
Andy Barclay (Alex Vincent) er nú orðinn 6 ára. Hann hefur ekkert séð Chucky/Charles Lee Ray (Brad Dourif) dúkkuna frá því að fyrri myndin gerðist.
Einn daginn fara vísindamenn að setja saman dúkkuna og sál morðingjans fer aftur í dúkkuna.
Chucky finnur Andy aftur á heimili sem honum hafði verið komið fyrir á og drepur fósturforeldra Andy's. Hann reynir nokkrum sinnum að drepa Andy en tekst það aldrei.
Andy er settur aftur á fósturheimilið. En ekki líður að löngu þar til Chucky er kominn þangað aftur og drepur fleiri þar. Hann fer þar næst með Andy í Good Guy verksmiðjuna og ætlar að komast út úr líkama dúkkunnar með töfraþulu. Það mistekst og Andy og Kyle (Christine Elise) reyna nú að drepa Chucky og upphefst nú mikið aksjón og Chucky reynir að drepo þau og þau reyna að drepa Chucky. Þeim tekst loks að drepa Chucky (sjibbí) og allir voða glaðir!
Fyrir þá sem ekki vita þá var Chucky mennskur í fyrstu myndinni og hét Charles Lee Ray. Hann kom sál sinni inn í líkama dúkkunnar með því að fara með galdraþulu.
Myndin var alger steypa frá upphafi til enda en samt ágætis skemmtun. Ég mæli með því að fólk kíki á þessa ræmu ef það hefur ekki gert það nú þegar.
Stjörnugjöf: **1/2/****
Kv. Daywalke