Áður en ég sá þessa mynd hélt ég að þetta væri enn ein ofmetna Óskarsverðlaunamyndin en………. ég hafði samt einhvern veginn á tilfinningunni að svo væri ekki svo ég leigði hana með nýrri mynd.
Myndin gerist (eins og nafnið gefur til kynna) í borginni Casablanca sem er í Marókko á dögum seinni heimstyrjaldarinnar. Rick (Humphrey Bogart) er svalur eigandi næturstaðar í þeirri borg. Fyrrverandi kærasta Rick, Ilsa (Ingrid Bergman) kemur dag einn í heimsókn á kránna á versta tíma. Einmitt þá eru háttsettir Þjóðverjar á kránni. í myndinni er farið aftur í tímann og farið yfir sögu þegar Rick og Ilsa voru ástfanginn. En ég ætlaði ekki að skrifa spoiler grein svo ég vík frá söguþræðinum hér…
Myndin fékk 3 Óskarsverðlaun á sínum tíma (1942) en þau voru fyrir: Bestu mynd, besta leikstjórn (Michael Curtiz) og besta handritið!
Humphrey Bogart og Ingrid Bergman sýna frábæran leik í myndinni ásamt fleiri leikurum t.d Claude Rains. Frægustu myndir leikstjórans, Michael Curtiz fyrir utan þessa eru, Captain Blood, Yankee Doodly Dandy, White Cristhmas, The Jazz Singer (frá 1952) og White Cristmash. Michael hefur þó ekki fengið annan Óskar heldur en fyrir leikstjórn sína á Casablanca en var þrisvar áður tilnefndur.
Það kom mér mjög óvart hvað ég var að fíla þessa mynd og er hún svo sannarlega eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar.
****/****