Ocean's Eleven Ocean’s Eleven er nýjasta afrek Steven Soderbergh en hún er endurgerð eftir eldri útgáfu samnfendrar myndar. En myndina skartar engar smá stjörnur eins og George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Julia Roberts, Andy Garcia en það vita nú eflaust flestir núna.

—Ocean’s Eleven fjallar um Danniel Ocean sem er ný komin út úr fangelsi á skilorði.
Á meðan að hann var í tukthúsinu missti hann konuna sína til annars karlmanns og félagar hans tvístruðust. Daniel ákveður að fremja glæp aldarinnar og felst hann í því að brjótast inn í eitt stórt spilavíti sem að leiðir að peninga hvelfingu fyrir þrjú spilavíti. Gæslan og hvelfingin eru svo fullkominn þannig að komast að peningunum í hvelfingunni lítur út fyrir að vera útilokað. Daniel ræður til sín tíu vini til þess að takast þetta afrek og fylgjumst við með magnaðri atburðarrás í frá byrjun til enda.—

Ocean’s Eleven kom mér mjög á óvart. Leikurinn hjá stjörnunum er frábær og einnig hjá þeim sem minna eru þekktir. Handritið er náttúrulega byggt á sögu George Clayton Johnson og Jack Golden Russell og veit ég ekki hvort eitthverju hafi verið breytt í handritinu fyrir myndina í dag en sagan fyrir myndina er virkilega skemmtileg og einfaldlega ánægjuleg til áhorfs. Ég veit ekki hvort að myndin hefði komið mikið öðruvísi út ef að einhver annar hefði leikstýrt henni en Steven Soderbergh en það breytir ekki miklu því myndin kom vel út undir hans hans leikstjórn. Varðandi galla þá er ekki hægt að benda á margt, með stjörnulið eins og þetta en það voru einstakir hlutir sem voru ekki útskírðir mjög vel en ekkert sem er það mikilvægt að það gæti ruglað áhorfandann og tel ég að það hafi nú verið viljandi gert þannig að það væri varla hægt að kalla það galla.

Það er ekki margt sem hægt er að segja frá nema myndin stóðst vonum yfir mínar væntingar og þess má geta að trailerinn fyrir myndinna er ekkert sérlega góður en hvort að fólki hafi litist á trailerinn eða ekki þá mæli ég samt sem áður með að fólk skelli sér á hana á meðan hún er í A. Sal.

Ocean’s Eleven: *** ½ af ****


George Clooney …. Daniel ‘Danny’ Ocean
Brad Pitt …. Dusty Ryan
Matt Damon …. Linus Caldwell
Julia Roberts …. Contessa ‘Tess’ Ocean
Andy Garcia …. Terrence Benedict
Elliott Gould …. Reuben Tishkoff
Carl Reiner …. Saul Bloom
Bernie Mac …. Frankie Cattone
Scott Caan …. Turk Malloy
Casey Affleck …. Virgil Malloy
Shaobo Qin …. Yen Mu-Shuu
Edward Jemison …. Livingston Dell