Í kjölfar þess að ég skrifaði hérna grein um James Woods þá ákvað ég að skrifa líka grein um David Cronenberg. Kveikjan að þessum greinum er sú að ég er nýbúinn að sjá myndina Videodrome þar sem þessir snillingar leiða saman hesta sína.
David Cronenberg er löngu orðin cult hryllingsmyndaleikstjóri. Hann hefur gefið út nokkrar af frumlegustu myndum kvikmyndasögunnar og allar eru þær innsýn í einhvern skrýtin heim sem býr í kollinum á þessum snillingi. Þegar hann var að gera stuttmyndir á háskólaárum sínum þótti hann alltaf gífurlega tæknilegur og hann lagði mikið í förðun og sköpun á skrímslum í myndum sínum. Hann þótti mjög tilraunakenndur og vakti fljótt athygli vegna þess í myndum sínum Shivers og Rabid. Hann gerði síðan The Brood og þá fékk hann loksins fræga leikara með sér og það engan annan en Oliver Reed(r.i.p.). Það var samt ekki fyrr en hann gerði myndina The Dead Zone(eftir bók Stephen King) að hann fékk þá virðingu sem hann átti skilið. Myndin fjallaði um mann(Christopher Walken) sem gat spáð fyrir framtíð fólks með því að snerta þau(hmm gæti verið að M.Night Shyamalan hafi séð hana áður en hann skrifaði Unbreakable).
Næst kom myndin sem ég var að horfa á um daginn og var mjög hrifinn af. Videodrome er hryllingsmynd um áhrif sjónvarps á fólk. James Woods leikur sjónvarpsframleiðanda sem uppgötvar sadistaþátt á piratestöð og reynir að finna þá sem standa að honum. Virkilega snjöll ádeila á týpíska karlkyns áhorfandann sem vill sem mest af kynlífi og ofbeldi í sjónvarpinu. Myndin er í raun um að gera upp á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki(sem er þema sem hann vann með einnig í eXistenZ nokkrum árum seinna). Videodrome fékk samt ekki góðar viðtökur strax(þótt hún sé cult-mynd í dag) vegna innihalds myndarinnar. Á þessum árum komu upp margir andstæðingar gegn hryllingsmyndum þannig að myndir Cronenberg´s lögðust ekki í góðan jarðveg og hann þurfti að þola gagnrýni fyrir ofbeldisdýrkun sem byggðis á kynlífsfyrirlitningu(sem er kannski ekkert fjarstæðukennt).
Cronenberg komst hinsvegar aftur á toppinn árið 1986 þegar hann endurgerði klassísku hryllingsmyndina The Fly og fékk frekar óþekktan Jeff Goldblum til að leika manninn sem blandar mólekúlum sínum við mólekúl flugu og úr verður hálfgerður flugumaður. Sumir vilja meina að þetta sé samlíking við AIDS sjúkdóminn en Cronenberg heefur aldrei játað það. Næst gerði hann hryllingsmynd sem var á sálfræði nótunum frekar en skrímslanótum. Myndin hét Dead Ringers og fjallaði um tvíbura sem eru báðir kvennsjúkdóma læknar og lék Jeremy Irons tvíburana. Þessir tvíburar tapa sér svo í eiturlyfjaneyslu og geðveiki og það hefur í för með sér hrikalegar afleiðingar á störf þeirra(segi ekki meira).
Cronenberg hafði eiginlega ávallt skrifað þessar myndir sínar sjálfur en hann ákvað að kvikmynda næst bók William S. Burrough, Naked Lunch. Ég hef séð þessa mynd og mæli ég með því að þeir sem fíluðu t.d. Fear and Loathing in Las Vegas ættu að kíkja á þessa. Hún er hálfgert sýrutripp og fjallar um rithöfund(líkt og Fear…) sem skýtur óvart konuna sína og verður háður eiturlyfjum og fer að sjá ofsjónir og þar á meðal breytist ritvélin hans í skordýr og hann verður viðriðin í undarlegu plotti sem gerist á íslamtrúar stað sem kallast Interzone. Þessi mynd er gífurlega skrýtin og klikkuð og mæli ég með því að fólk kíkji á hana við tækifæri(helst útúr dópað:)
Aftur fann hann skáldsögu sem honum líkaði vel við nokkru seinna sem kallaðist einfaldlega Crash og var hún skrifuð af JG Ballard. Cronenberg keypti strax réttinn af henni og gerði kvikmynd um hana. Myndin er nokkuð erótísk og fjallar um mann sem lendir í slæmu bílslysi en gerir sér svo grein fyrir því að hann hefur kynferðislega löngun til að stunda ýmsar kynferðisathafnir í bílum og helst eftir slys. Hann kemst í kynni við hóp af fólki sem stundar kynlíf í bílum og sviðsetur fræg bílslys til fullnægingar.
Líkt og margar aðrar myndir Cronenbergs var þessi mjög umdeild og fékk hann nú enn harðari gagnrýni á sig og kallaður ofbeldisdýrkandi sem gerir artýklámmyndir.
Síðasta myndin sem hann gerði var eXistenZ og kom hún út 1999. Þar var hann ekki að fjalla um kynlíf á neinn hátt. Líkt og Videodrome þá fjallar hún um þessa eilífu spurningu “hvað er raunverulegt?” líkt og Matrix gerði sama ár. Myndin fjallar um sýndarveruleikjahöfund sem heitir Allegra Geller sem er að klára nýjan leik sem hún er búinn að hanna í mörg ár. Lífi hennar er ógnað og hún þarf að fela sig fyrir gráðugum valdamönnum sem vilja drepa hana og eignast leikinn hennar, eXistenZ. Hún flýr með markaðslærlingi sem er hálfgerður lífvörður hennar. Leikurinn hennar skaddast og hún fær lærlinginn til að fara í leikinn með henni til að laga leikinn. Eftir að þau fara inn í leikinn er ómögulegt að segja til um hvað er raunverulegt og hvað er partur af leiknum. Ég reyndar fílaði ekki þessa mynd og mæli ég frekar með fyrirrennara hennar Videodrome.
Næsta mynd Cronenberg heitir Spider og kemur út á þessu ári. Í henni leika Ralph Fiennes og Gabriel Byrna meðal annars. Hún fjallar um mann sem er geðklofi og er kallaður spider af móður sinni. Hann hefur verið á geðveikrahæli í 20 ár og á erfitt með að greina raunveruleika frá geðveiki sinni.
Takk fyrir mig
-cactuz