Hér ætla ég aðeins aðeins að skrifa um einn uppáhaldsleikarann minn. Hann heitir Giavoanni Ribisi. Margir kannast kannski við hann sem Frank, bróðir Phoebe í Friends. Þar fannst mér hann nokkuð góður en tók samt ekki beint mikið eftir honum sem leikara fyrr en ég sá hina frábæru mynd Boiler Room sem fjallar um verðbréfabrask í Bandaríkjunum. Þar fannst mér hann ótrúlega kúl og varð hann þá einn af mínum uppáhaldsleikurum. Síðan hef ég ekki mikið séð til hans en núna í kvöld sit ég fyrir framan sjónvarpið og er að horfa á þessa snilldarmynd á stöð 2 sem nefnist “The other sister”. Hún fjallar um einhverfa (eða þroskahefta, náði því ekki alveg) stúlku sem reynir að byrja að búa og er í sambandi með öðrum strák, einnig einhverfur/þroskaheftur. Sá er einmitt leikinn af Giovanni Ribisi og ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn frábæran leik. Þau leika þetta bæði frábærlega og má í raun líkja þessum leik við leik Dustin Hoffmans í Rain Man. Ég hvet alla til að kíkja á þessa mynd við tækifæri.
Annars veit ég lítið sem ekkert um manninn sjálfan, langaði bara að koma niður nokkrum línum um hann og fá skoðanir annarra á honum…

Zedlic