þó ég vona svo sannarlega að sú sé ekki raunin. Hér eru spurningarnar, sendið svörin á mig og ég mun birta þau eftir viku eða svo. Enjoy.
1. Spurt er um leikara. Leikarinn er fæddur í Texas Bandaríkjunum. Þegar hann hóf leikaraferil sinn þá hafði bróðir hans náð ágætu starti á ferli sínum. Hann var skildi við þekkta bandaríska leikkonu árið 2001, eftir 10 ára samband. Á 10. áratugnum stóð hann í baráttu við kókaínfíkn. Síðusta áratug eða svo hefur hann leikið loftslagsvísindamann, ruðningsstjörnu, forseta bandaríkjanna, bandarískan stjórnmálamann í mynd með Billy Bob Thornton. Þess má geta að leikarinn átti afmæli fyrir skömmu. Hver er þessi ágæti maður?
2. Spurt ert um bræður. Bræðurnir hafa verið mjög gríðarlega sigursælir á sínu sviði og sópað til sín verðlaunum í þau 24 ár sem þeir hafa verið í bransanum. Seinasta mynd þeirra var enginn undantekning og vann hún til ferna óskarsverðlauna fyrr á þessu ári. Hverjir eru bræðurnir og fyrir tvær myndir hafa þeir fengið óskarsverðlaun fyrir?
3. Spurt er um kvikmynd. Kvikmyndin var gerð á síðari hluta 10. Áratugsins. Myndin er gerð eftir bók. Í kvikmyndinni má finna mikla ádeilur um veraldlegar eigur fólks í nútímanum sem kristallast í framkomu eins karakters í myndinni.Leikstjóri hennar hafði áður gert mynd með sama leikara og leikur annað aðalhlutverkið í þessari mynd sem um er spurt. Í myndinni er að finna aragrúa af flottum og heimspekilegum „quotes“ og á önnur aðalpersónan heiðurinn af þeim flestum. Hver er myndin?
4. Hversu mörg óskarsverðlaun hefur Jack Nicholson fengið og nefnið tvær af þeim myndum sem hann hefur fengið þau fyrir.
5. Nefnið tvær af þeim þremur myndum sem hafa afrekað það að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki, bestu leikkonu í aðalhlutverki, besta leikstjóra, bestu mynd og besta handrit.
6. Tveir menn hafa leikið saman í 5 myndum. Sú nýjasta er frábrugðin hinum því þá voru þeir ekki í aðalhlutverkum. Þrjár af þeim fimm myndum sem þeir hafa leitt saman hesta sína hafa þeir verið undir leiðsögn sama leikstjóra, sá leikstjóri er einn sá þekktasti í bransanum. Seinasta mynd sem þessir þrír gerðu saman er frá árinu 1995 og gerist í Las Vegas. Báðir þessir leikarar hafa unnið Óskarsverðlaun þó almennt er sagt að annar leikarinn sé töluvert virtari en hinn. Hverjir eru leikaranir tveir og hver er leikstjórinn sem hefur unnið með þeim þrisvar sinnum?
7. Hver var síðasta mynd Olivers Reed?
8. Leikari einn er fæddur árið 1974. Hann var ekki lengi að komast í kynni við stóru nöfnin því aðeins 13 ára gamall lék hann í mynd eftir Steven Spielberg. Þrátt fyrir að vera mjög virtur leikari og þekktur fyrir mikinn metnað fyrir hlutverk sín í kvikmyndum, hefur hann aldrei hlotið Óskarstilnefningu né Golden- Globe tilnefningu. Nýlega hefur hann leikið bónda, töframann og stríðsfanga. Hver er maðurinn?
9. 28 dagar, 6 klukkustundir , 42 mínútur og 12 sekúndur. Í hvaða mynd kemur þessi niðurtalning fram?
10. Í mynd sem er talinn ein af perlum kvikmyndasögunnar segir frá ástum í Bandarísku borgarastyrjöldinni. Myndin fékk fjölda verðlauna en ein verðlaun skera sig út úr því, þetta var í fyrsta skipti sem ákveðinn hópur samfélagsins vann til slíkra verðlauna. Hver voru verðlaunin, hver tók við þeim (vann þau) og hver er myndin?
Become vengeance .. become wrath.