Vanilla Sky - Umfjöllun “LoveHateDreamsLifeWorkPlayFriendshipSex”

Að undanskilinni Lord of the Rings þá var lítið um góðar bíómyndir um þessi jól hið vestra. Ein mynd sem heillaði var nýjasta verk Cameron Crowe, Vanilla Sky.

Eftir að hafa séð sýnishorn úr myndinni á <a href=http://www.kvikmyndir.is<Kvikmyndum.is</a> þá varð ég mjög spenntur þar sem myndin leit út fyrir að svipa til Magnolíu sem ég náði að dýrka og dá hér um árið. Mér til mikillar undrunar þá hafði ég rangt fyrir mér.

Myndin gerist í New York þar sem persóna Tom Cruise er vel heppanaður viðskiptajöfur. Þar sem ég hef stranga trú á að vera ekki að gefa uppi plot myndarinnar þá er þetta í raun það eina sem hægt er að segja um myndina. Sjón er sögu ríkari.

Ég mæli sterklega með kvikmynd þessari og þetta er án efa eitt hugrakkasta verk Cameron Crowe til þessa. Það er ánægjulegt að sjá verk sem þetta fara út af þessari venjulegu Hollywood línu.

Þetta er kvikmynd sem ég mæli hiklaust með.

Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

<a href=http://www.vanillasky.com/flash_site/index.html>Heimasíða Vanilla Sky</a>.

Pressure