
GREININ INNIHELDUR KANNSKI EINHVERN SMÁ SPOILER EN ÉG REYNDI AÐ HAFA HANN SEM MINNSTAN!!!!!
Í byrjun myndarinnar er Tuco eftirlýstur glæpamaður og stór fúlga er í fundarlaun fyrir að kom með hann á lögreglustöðina. Blondie grýpur þá gæsina, kemur með hann á stöðina og fær slatta af peningum. Svo þegar á að hengja Tuco skýtur hann á reipið og þar með sleppur Tuco. Þetta gerist tvisvar sinnum og í fyrra skiptið skiptir Blondie peningunum á milli þeirra en ekki í það seinna. Eftir þetta fara þeir 2 tvisvar saman í gegnum eyðimörkina saman. Í fyrra skiptið fer Blondie á hesti en lætur Tuco labba og öfugt í seinna skiptið. Í eyðimörkinni í seinna skiptið sér Tuco mann sem er að þrotum kominn. Maðurinn segir honum að 2 milljónir dollara séu faldir í einum kirkjugarði en Blondie fær að vita nafnið á gröfinni. Upp frá þessu fara Tuco og Blondie að ná í peninginn en Angel Eyes veit sitt hvað um þetta mál líka og reynir að vera á undan…………… ***1/2 /****