Fyrst að árið 2000 er liðið ætla ég að gera lista yfir uppáhaldsmyndir mínar, og verstu myndir sem ég sá á árinu 2001.
ATH í engri sérstakri röð…
ÞÆR BESTU:
The Lord of the Rings:The Fellowship of the Ring
Besta mynd ársins að mínu mati, stórkostleg kvikmynd.
A.I.
Stanley Kubrick ætlaði upprunalega að gera myndina en fyrst að hann féll frá fyrir nokkru tók Hr.Spielberg við verkinu og tókst honum mjög vel upp. Frábær mynd…
Memento
Þetta er ein frumlegasta mynd sem ég hef nokkurntíman séð á minni ævi!!Mynd sem allir verða að sjá.
Traffic
Stórkostleg mynd Steven Soderberghs um eitulyfjaviðskipti og aðra hluti tengdum dópi!Mjög vel leikin, flott myndataka, gott handrit, frábær mynd!
Crouching Tiger Hidden Dragon
ATH.Myndin var gerð árið 2000 en kom í kvikmyndahús á Íslandi árið 2001, þannig að þessi telst með. Stórkostleg mynd Ang Lee´s, algjört MEISTARAVERK!!
The Boondock Saints
Stórkostleg mynd!Algjör synd að hún kom ekki í bíó
The Way of the Gun
Ég veit að ég fæ örugglega mikinn skít fyrir að setja þessa á listann, ég held að hún eigi það vel skilið. Mjög góð og frumleg mynd!
Training Day
Frábær mynd með Ethan Hawke og Denzel Whasington. Frábært handrit og fagmannlega unnin mynd!
Þetta eru víst allar. Ég hef samt örugglega gleymt einhverri, en þið verðið að fyrirgefa það ( enda er nú frekar erfitt að leita af góðum myndum frá 2001 ).
Botninn!
Tomb Raider
ugghhg. Algjört skítur, hörmung!!!!!!!Hrikalega léleg mynd frá Simon West sem færði okkur aðra martröð sem gekk undir nafninu Con Air!!!!
Pearl Harbor
Nei!!!!!!!!!!Nei!!!!!!Stórmynd frá B&B um árásina á Pearl Harbor!!!!Verst er að myndin stóð ekki undir nafni, hefði virkað betur ef hún héti Guiding Light:The Movie!
The Wedding Planner
Æji, látið mig vera, ugh!
The Watcher
Keanu Reeves sem fjöldamorðingi, hahahahahahahaha!!!Ótrúlega illa leikin klisja!
The One
hahahaha ( lesið umfjöllun mína um hana ).Hörmung!!
Double Take
Var þetta alvöru mynd????????Átti þessi mynd að vera alverleg?????Ef svo er þá hefur það tekist illa.
The Mummy Returns
A complete disaster!!!Hörmuleg mynd í alla staði, og ekki bæta lélegu tæknibrellurnar það upp!
Spy Kids
Aumkunnarverð kvikmynd eftir ágætis leikstjóra Robert Rodriguez. Þetta á að vera einhver tilraun til að gera Bond fyrir börnin!Ekki sjá þessa.
Scary Movie 2
Æji ég nenni ekki einu sinni að fara yfir þessa!Ömurleg mynd.
Þá er listinn búinn, þett voru verstu myndir sem ég sá á árinu, og fyrir ofan bestu.