Stóra Planið. Varúð. Ég gerði mér ferð kl. tæplega 22:00 í kvöld til þess að fara að sjá myndina Stóra Planið í Kringlubíói. Myndin skartar flest öllum frægum íslenskum leikurum og má þar helst nefna Pétur Jóhann Sigfússon, Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason. Einnig má nefna að Michael Imperioli sem sumir ættu að kannast við úr þáttaröðinni The Sopranos leikur lítið hlutverk í kvikmyndinni. Myndin fjallar um Davíð (Ólafur Jóhann) sem er rúmlega þrítugur handrukkari og ljóðskáld. Í byrjun myndarinnar flytur Davíð inn í nýja íbúð (sem mér sýndist vera einhversstaðar í Eskihlíð) og eigandi íbúðarinnar er gamall maður sem heitir Haraldur. Davíð og Haraldur byrja reglulega að tala saman yfir kaffi og kexi og Davíð byrjar að átta sig á sameiginlegri fortíð hans og Haralds. Myndin tekur svo skringilega beygju þegar Davíð fer að segja við vinnuveitanda sinn eina allstóra lýgi sem hefur gífurlegar afleiðingar á restina af myndinni.
Mér fannst (og ég legg áherslu á orðið -fannst- því ég veit að fólk á eftir að vera mér ósammála) myndin í heild sinni léleg. Jú hún átti sínar fyndnu stundir og sjálfur hló ég alveg þó nokkrum sinnum upphátt en handritið var lélegt, söguþráðurinn óraunsær og allan tímann fannst mér eins og myndin gæti ekki ákveðið sig hvort hún ætlaði að vera dramamynd eða grínmynd. Einnig var lélegt að fá þennan stóra ameríska leikara Michael Imperioli og láta hann síðan leika í tveimur atriðum og segja fimm setningar og tala svo mikið um hann í fjölmiðlum. En að lokum langar mig bæði að vara ykkur við þessari mynd og líka að spyrja. Hvað fannst ykkur?
With enough soap, you can blow up the world.