Okey! hér koma nokkrar góðar gamanmyndir eða sem eru kómedíur skv. IMDb. Ég notaði Vote History-ina mína til hjálpar við að gera þessa grein.
Snatch. Snilldar mynd sem er blanda af glæpa, spennu og gamanmynd. Snatch er besta gaman mynd sem ég hef séð og Benicio Del Toro, Brad Pitt, Vinnie Jones og fjöldi annara leikara fara á kostum. Myndin fjallar um glæoheiminn á ýmsan hátt en sérstaklega um ólögleg hnefaleikaveðmál…….allavega alger snilld!! ***1/2+
Shrek. Bráðfyndin og skemmtileg, tölvuteiknuð mynd sem getur komið fólki á öllum aldri í gott skap. Myndin fjallar um grænt tröll sem heitir Shrek. Dag einn fyllist kotið hans af ævintýrapersónum en hann vill bara hanga einn. Til að fá lóðina aftur þarf hann að bjarga prinsessu úr höll sem dreki gætir. ***1/2-
Forrest Gump. Frábær Óskarsverðlaunamynd sem fjallar um Forrest Gump sem situr á bekk nánast alla myndina og segir ævisögu sína. Tom Hanks er frábær í titilhlutverkinu og fékk verðskuldaðan Óskar fyrir hlutverkið. ***1/2-
O Brother where art Thou?. Enn ein snilldin frá Coen bræðrum!!! George Clooney, John Goodman og John Turtoro fara á kostum sem 3 strokufangar sem lenda í ótal ævintýrum á för sinni. ***+
Modern Times. Besta Chaplin myndin að mínu mati. Þessi mynd er ótrúlega fyndin og fjallar um verksmiðjumanninn, Charlie Chaplin (hann leikur sjálfan sig). ***+
Bridget Jones´s Diary. Reneé Zelwegger leikur sjaldan jafn vel og hún gerði í þessary mynd þar sem hún lék Bridget Jones. Ég hélt fyrst að þetta væri alger kellingamynd en ég hafði illa rangt fyrir mér því þetta er skemmtileg og mjög vel leikin mynd. ***+
kv. ari218