Fyrir utan sendingarkostnað þá leggst 10% tollur á þetta og svo 24,5% vaskur á allt heila klabbið þ.e. VSK leggst líka á tollinn :(.
Þannig að þegar þú ert að panta þá tekur þú verðið sem verslunin gefur upp. T.d. 100$, margfaldar með genginu (best að nota tollgengi mánaðarins). Svo er margfaldað fyrst með 1,1 til að fá tollinn (10.000kr x 1,1 = 110$) og svo með 1,245 til að fá VSKinn (11.000kr x 1,1245 = 13695kr).
Vísa gjaldfærir þetta reyndar ekki yfir í krónur fyrr en reikningurinn er sendur heim til þín þannig að viss gengisáhætta er tekin.
Þá rukkar Íslandspóstur eitthvað smollerí fyrir að ganga frá tollmálum. Minnir að það hafi verið 250 kr á síðustu sendingu sem ég fékk (núna rétt fyrir jól). Þeir keyra þetta líka heim til manns þannig að ég kvarta ekki. Þetta gjald er per sendingu (ekki prósenta) þannig að á stórum sendingum skiptir þetta ekki neinu máli.
Hvaðan á svo að panta?
Ég hef einungis persónulega reynslu af því að panta frá Amazon.com. Hef oft pantað frá þeim (oftast reyndar bækur en líka DVD) og það hefur aldrei klikkað. Þeir eru reyndar ekki ódýrastir en koma samt ekki illa út.
http://www.play.com eða Play 24/7 eins og þeir kalla sig hafa gott orð. Þeir innifela sendingarkostnað í verði diskann þannig að þeir koma vel út ef aðeins er verið að panta svo sem einn disk (oft leggst nefnilega fast gjald per sendingu sem gerir stórar sendingar hagkvæmari).
Algengt verð á disk hjá þeim er 15-17 pund sem útleggst 3000-3500 m.v. núverandi gengi. Ef grant er skoðað má þó finna diska töluvert ódýrari hjá þeim og þeir eru með bæði R1 og R2 diska. Berið t.d. saman R1 og R2 útgáfuna af Evolution hjá þeim.
Almennt sýnist mér verð á pöntuðum diskum vera álíka og hérna. Kostur þess að panta að utan er fyrst og fremst eftirfarandi:
1. R1 diskar fást ekki hérna en eru oft á tíðum mun betri.
2. Meira úrval, jafnvel af R2 diskum! Sérstaklega þegar kemur að sjónvarpsefni. Oft er erfitt að fá diska sem miða á lítin markað hér eða þeir töluvert dýrari. T.d. kostar Farscape 4000 (lægsta verð sem ég hef séð, ef einhver getur bent mér á það ódýrar…) til 5000 kr hérna á íslandi per pakka. Frá Play.com er þetta 3500 kr.
Hvernig sem á þetta er horft þá borgar það sig að athuga vel hvar hægt er að gera bestu kaupinn. E.t.v. er það út í BT (sem eru einna skástir hérna á frónni), e.t.v. er það úti í heimi. Kannski er R1 diskur til sem er þess virði að eyða aðeins meira í, kannski ekki.
Það er allavega þess virði að athuga.