Crouching Tiger Hidden Dragon Ég hef ekki séð eina einustu grein um þessa mynd hér á huga þannig það er tilvalið að votta smá heiður til Ang Lee með því að lofa þessa mynd hástert! Crouching Tiger Hidden Dragon eða bara eins og hún heitir á frummálinu Wu hu zang long var sýnd hér á landi á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur fyrir nokkru, og frumsýnd hér eitthvað seinna. Þetta er einhver besta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð, og ég trúi því bara ekki að ég hafi gleymt að setja þessa á topp10 listann minn!Hún er í 27 sæti yfir bestu kvikmyndir allra tíma á imdb ( hún er með 8.6 í meðaleinkunn ) og það ekki að ástæðulausu. Þessi ótrúlega kvikmynd Ang Lee´s hefur allt það sem góð kvikmynd þarfnast ( rétt eins og F.O.T.R. ), persónusköpun, spennu, frábæran leik, slatta af dramatík, fáar sem engar klisjur, frábær bardagaatriði, og ótrúlega fallegt og flott umhverfi. Hún fjallar um tvo kínverska hermennn Li Mu Bai ( Chow Yun-Fat ) og Yu Shu Lien ( Bondgellan, Michelle Yeoh ) sem leita af 400 ára gömlu sverði, Grænu Auðnunnar sem hafði verið stolið úr geymslu, sem og Li Mu Bai berst við erkifjanda sinn Jade Fox, sem eitt sinn hafði drepið meistara Bai´s. Inn í það blandast unglingsstúlka sem kann sitthvað í bardögum, og fylgst er með ævintýum hennar. Þetta er hreint útsagt stórkostleg og töfrandi kvikmynd, með stórkostlegum bardagaatriðum, og hjálpar það andrúmsloftinu að það er enga ensku að finna hér, aðeins kínversku ( enda á hún að gerast í Kína fyrr á öldum ). Ef ég er ekki á einhverju þá er myndin ( samkvænt mínum skilningi ) byggð á kínverskum goðsögnum sem áttu að geta ögrað þyngdaraflinu með ýmsum loftfimleikum. Chow Yun Fat sem sást hér fyrir allmörgum árum aðallega í Hong Kong hasarmyndum hans John Woo´s, bregður sér hér frá Hollywood hasarmyndum, og gerir mjög vel hér. Einnig er Michelle Yoeh mjög góð sem Shu Lien, og ja allir í myndinni eru mjög sannfærandi, þannig að leikurinn fær A+ hjá mér. Svo er tæknilega hliðin einnig fullkomin, stórkostleg bardagaatriði sem að mínu mati slá út öll atriðin í The Matrix. Leikstjórnin er frábær, enda er hann Ang Lee ( sem mun næst leikstýra The Hulk ) engin aukvissi á því borði. Allt umhverfi er stórkostlegt, og landslagið í Kína mjög flott. Þegar allt er tekið til alls er þetta bæði heillandi og töfrandi mynd sem á skilið hrós hvar sem er, mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu að horfa á, jafnvel mörgu sinnum. Án efa mestaraverk!

****/****