Á árinu 2001 hefur leikarinn, Gene Hackman leikið í 5 stórum kvikmyndum og einni sjónvarpsmynd í þokkabót.
Hann lék lítið hlutverk í myndinni misheppnuðu, The Mexican. The Mexican var mjög léleg mynd og Gene fylgdi með því. Ég nennti ekki að sjá Heartbreakers en er nokkuð viss um að hún hafi verið léleg svo ég mun örugglega aldrei að sjá hana. Það eru 3 myndir með honum væntanlegar til Íslands en þær eru: Heist (mynd sem fékk slappa dóma), Behind Enemy Lines (stríðsmynd sem fékk ennþá verri dóma) og The Royal Tenenbaums (mynd sem er að fá geðveika dóma og Gene var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í henni. Sjónvarpsmyndin sem ég sagði að hann hefði leikið í heitir, Heroes of Iwo Jima en ég veit nú ósköp lítið um hana.
Gene hefur leikið í mörgum myndum á ári mjög lengi en ekki svona mörgum í einum kekk síðan árið 1988 þegar hann lék í, Full Moon in Blue Water, Split Decisions, Missisippi Burning, Another Woman og Bat 21. Bestu myndirnar hans eru þó þessar: Unforgiven, The French Connection, The Birdcage, Missisippi Burning og Bonnie and Clyde.
kv. ari218