Best að ég haldi áfram að dásama Bond myndirnar sem Roger Moore lék í !!!
Var að klára að ryfja upp Moonraker, orðið helv. langt síðan ég sá hana seinast.
Þessi mynd ber óneitanlega keim af tíðarandanum á þessum tíma. Star Wars, Star Trek og Discovery skutlunni, sem Bandaríkjamenn höfðu nýlokið við að smíða.
Í stórum dráttum er hún um, að einni geimskutlu sem Bandaríkjmenn ætla að lána Bretum er stolið. Bond fer í verksmiðjurnar til að rannsaka, og (no wonder) kemst að einhverju gruggugu meðal eigandands “Drax”, sem náttúrulega er ríkari umfram það sem þekkt er.
Í leit sinni að honum fer hann til Feneyja og Ríó, gamli vinur hans “Jaws” snýr aftur, og í þessari mynd sannast sérkennilegt, love/hate sambands Jaws og Bonds, þegar sá fyrrnefndi, sem by the way er orðinn ásfanginn af lítilli stelpu með gleraugu, tíkó og stór brjóst (jummí brjóst), snýr baki í vinnuveitanda sinn og hjálpar Bond við að stöðva djöfullegar ráðagerðir Drax við eyða öllu mannkyninu.
Nema hvað, Bond ber sigur úr býtum, endar með gellunni sinni, sem er útsendari CIA (svipað 3X í The Spy Who Loved Me, þar sem hann vann með KGB njósnara, sem Barbara Bach lék), Jaws endar með sinni litlu gellu með stóru brjóstin, róteidandi umhverfis jörðuna í leifunum af geimstöð sem nota átti í djöfullegu ráðabruggi Drax, og enn eina ferðinna verður forsætisráðherra Breta, ásamt forseta Bandaríkjamanna, vitni að rekkjubrögðum Bond, í beinni útsendingu ofan úr himingeiminum. Eða eins og Q orðaði það “ I guess he´s trying a re entry”.
Þessi mynd er fín, Moore er þó náttúrulega orðinn örlítið gamall, en á þessum tíma voru framleiðundirnir skíthræddir að breyta um Bond. Myndin er ekki með eins grófum atriðum og fyrri Moore myndir, enda voru Dirty Harry myndirnar liðnar undir lok og veimiltítu eighty´s áratugurinn byrjaður. Tæknibrellurnar eru flottari og vandaðri, þyngdarleysisatriðin eru þó soldið fyndið.
Einnig ber soldið á áhrifum af 2001: A Space Odyssey, og meira segja í einu atriði, þar sem lúðrablástur kemur við sögu, er blásið upphafslagið úr 2001.
Með þessari mynd stend ég enn fastar á því en áður, að Moore myndirnar eru bestar !!!!!
kveðja
birkir
……