Mary Poppins Ein af mínum uppáhaldsmyndum er Mary Poppins, svo vildi til að sjónvarpið sýndi hana á Jóladag og var það mikið gleðiefni fyrir mér.
Ég man þegar ég var lítill þá gat ég horft á þessa mynd hundrað sinnum án þess að fá leið á henni, þetta var töfrandi mynd með töfrandi leikurum. Ég var svoldið spenntur við að sjá hana þar sem það er mjög langt síðan ég sá hana síðast.
Ég verð að segja að þessi mynd eldist alveg rosalega vel, ég var orðinn 6 ára aftur, tónlistin töfraði mig úr skónum og ég sveif með Julie Andrews og Dick Van Dyke og krökkunum í töfraheim. Walt Disney brellurnar voru yndislegar satt að segja þótt þær séu orðnar næstum því 40 ára gamlar. Leikaranir voru líka í sínu besta formi, ég verð að segja samt að Dick Van Dyke töfraði mig alveg og Julie Andrews var yndisleg og börnin bara sæt eins og þau áttu að vera.
Tónlistin var samt aðaleikarinn, svo hlýleg og yndisleg, maður meira segja tók aðeins lagið með Julie og co, og það er enginn spurning að þetta er ein af fallegustum söngvaperlum frá Disney.
Þannig ég segji bara Chim chim chim chim cher-ee til ykkar allra :)
————————————————