ýmisleg álit sem koma á þessum myndum sem hafa unnið til óskarsins sem besta myndin, en nokkrir hlutir sem mér langaði að commenta á.
það sem mér dettur fyrst í hug er að þið eruð að segja hvað ykkur finnst skemmtilegasta myndin, það er ekkert verið að velja skemmtilegustu myndina eða vinsælustu ,held þá best gerðu miðað við ýmsa stuðla, handrit, leik , hvernig unnið var úr handriti, leikstjórn og fleira og fleira.
í raun er ekkert að því að fólk lýsi yfir sinni skoðun á hvað því fannst skemmtilegasta myndin, og þá þarf ekki að rökstyðja neitt , enda bara þeirra álit. en hitt þegar fólk er að segja að hin og þessi átti óskarinn skilið frekar , þá er farið að vaða í aðra sálma, myndirnar áttu skilið að vinna óskarinn að mati akadamíunar, hvort þau hafi metið rétt kemur málinu ekkert við, þetta var þeirra álit og þau eru í akadamíunni, ef þið eruð að spá í hvað þið hefðuð valið ef þið væruð í akadamíunni þá er um að gera að rökstyðja málið.
en svona til að fljóta með straumnun þá vil ég bæta við mínu áliti á hverjar mér fannst skemmtilegastar,
1990:goodfellas fannst mér skemmtilegri en DWW og einnig var ghost skemmtilegri.
1991:silence of the lambs átti sigurinn enda skemmtilegasta og best gerða myndin af þeim sem tilnefndar voru, eitt sem ég vil bæta inn að það var ein mynd sem ekki var tilnefn en átti það fyllilega skilið og hefði ekki verið langt á eftir Silence of the lambs, en það var Rauði lampinn, sem er ekkert nema argasta snilld.
1992:Unforgiven bæði skemmtilegasta og besta myndin tilnefnd og ég man ekki eftir neinni sem hefði átt að vera á þessum lista frekar en slóðin sem hún dróg á eftir sér.
1993:Schindler´s list alveg höfði hærra en hinar myndirnar og tvær þeirra að mínu mati voru samt vinningsmyndaefni ef hún hefði ekki verið til staðar, þær eru Piano og In the name of the father. ps. the fugetive var fín en langt því frá að eiga skilið að vinna þetta, og í raunt tæp á því að vera tilnefnd.
1994:Forrest gump, vel gerð, mjög góð skemmtun, characterinn fór í skapið á sumum og var því ekki þessi alvinsæla mynd sem hún hefði geta orðið þó aðsókn var nú ekkert til að fúlsa yfir. aðrar myndir sem tilnefndar voru sem hefðu átt skot í verðlaunin eru Quiz show og the Shawshank redemption.
1995:Braveheart , alveg brilliant mynd, vel gerð í alla staði , eina myndin sem var mögulega inní myndinni en þó ekki því hún er ekki bandarísk mynd er Il postino og akadamían á seint eftir að gefa erlendri mynd óskarinn nema hún standi svo langt framúr hinum myndunum að það hálfa væri nóg sem á ekki eftir að gerast oft, ef nokkurn tímann.
1996:English patient, rosaleg vel gerð, vel leikin, flott handrit og vel leikstýrð mynd, kannski ekki fyrir alla enda ekki verið að reyna búa til mynd fyrir hasarmyndafans sem Ari218 er nokkuð greinilega, ekki að það sé eitthvað slæmt.
en hér voru margar mjög góðar myndir, ekki eins grand og English patient, en vel gerðar einnig og skemmtilegar t.d. Fargo, Shine, Secret & lies.
1997:Fyrst árið sem ég var alveg sjokkeraður á akadamíunni, en það var vegna þess að mér fannst titanic bara frekar leiðinleg, og ég er í raun alæta á myndir, en hinar myndirnar sem voru tilnefndar voru margar hverjar svo miklu miklu skemmtilegri og einnig vel gerðar að ég varð bara fúll að titanic skildi vinna. ég er náttúrulega að tala um L.A.confidential , As good as it gets og Full monty og í raun einnig Good will hunting ,þær voru allar skemmtilegri en titanic (nota bene , AÐ MÍNU MATI). L.A. con eða As good as it gets standa þarna aðeins uppúr en málið er að titanic var bara svo mikið kvikmyndaverk að þó svo að leikur þeirra skötuhjúa Leo og Kate hefði ekki verið uppá marga fiska , þó Kate hefði verið ágæt (og tilnefnd, wtf?) þá dróg það ekki nóg úr restinni af myndinni til að kippa henni úr sætinu um BEST GERÐU MYNDINNA og þess vegna vann hún.
1998:jæja nú var komið að sjokki númer 2 , ekki útaf því að shakespear in love hafi unnið best pic enda álíka ástæður og ´97, þær myndir sem hefðu frekar átt skilið vegna skemmtanagildis og einnig að þær voru vel gerðar voru bæði Saving private ryan og Life is beautiful. en sjokkið var útaf best actress , að þessi UNDIRmeðalljónsmennskuleikur hennar Gwyneth hafi skilað henni óskarinn er argasta bull og vitleysa, enda var mikið talað um að hún væri í uppáhaldi hjá akadamíunni, guð minn góður ef það er nóg til að vinna til þessara verðlauna þá er nú lítið í þau varið og er mér einnig farið að finnast einmitt það um þau. ekki að það hafi verið mikið um snilldarleik hjá þeim leikonum sem tilnefndar voru en það var þó ein sem lék mjög vel og það var Cate Blanchett í Elizabeth og það var bara andskotans nóg :D
1999:American beauty átti þetta skilið , snilld á alla kanta og bara fínt að það hafi verið nokkrar mjög góðar tilnefndar til að undirstrika það hvað hún átti þetta skilið, aðrar þess virði að nefna eru The insider þar sem russel crow var góður (annað en meðalmennskan í gladiator) og svo the green mile þar sem bæði leikur og kvikmyndataka sem og special effects voru til fyrirmyndar.
2000:gladiator, fín mynd , flott gerð, en vann útá það að samanlagð var hún “betri” en hinar og þá meðtalið aðalleikainn russel crow sem vann í raun ekki fyrir leik sinn í þessari mynd heldur fyrir það sem hann átti að fá ´99 fyrir insider, en þar sem kevin spacey átti það skilið meira þá átti hann það næstum jafn vel mikið skilið og var verðlaunaður þetta árið, brill verðlaunaúthlutunarkerfi, *lemur í hausinn á sér því akademían er orðin að einhverju pólitíkusa bulli og hætt að velja það besta*
aðrar myndir sem áttu að vinna, og það vegna þess að þær voru betur gerðar, betra handrit,betri leikur, en það er Traffic sem var reyndar tæplega betri en þó alveg borderline og síðan myndin sem var miklu betur gerð að mati margra kvikmynda spekinga en hún er ekki bandarísk og eins og ég sagði þá gerist það ekki nema hún sé miklu miklu betri sem í raun gerðist hér, því crouching tiger hidden dragon VAR og ER miklu betur gerð mynd en gladiator.
góðar stundir
gaur22