Larry Clark er þekktur fyrir allt annað en að gera fjölskyldumyndir. Hann hefur gert virkilega umdeildar myndir á borð við KIDS (1995) og Ken Park (2002), myndir sem að hylja engu. Nú spyr ég; Hvað finnst ykkur um myndirnar hans?
Sumir horfa á myndirnar og bara geta ekki horft á þær, geta verið virkilega brútal og raunverulegar, eitthvað sem sumir bara geta ekki ímyndað sér. Ken Park er að vísu _virkilega_ gróf og ég mæli ekki með að óþroskaðir einstaklingar horfi á þessa mynd =)
Ég hef séð fjórar myndir eftir hann: KIDS, Ken Park, Bully og Wassup Rockers!
KIDS: Frábær mynd í alla staði. Sýnir okkur frá lífi unglinga í New York, nánar tiltekið um ungling (Tally) sem er smitaður af HIV og þykir ekkert betra en að sofa hjá hreinum meyjum. Raunveruleg mynd, samtölin öll samin af leikurunum. Tónlistin í þessari mynd er frábær - early hip-hop eins og það gerist best. - Virkilega góð mynd sem að snertir mann.
“When your young, not much matters. When you find something you care about, then thats all you've got. When you go to sleep, in the night you dream of pussy. When you wake up its the same thing, its there in your face, you can't escape it. Sometimes when your young, the only place to go is inside, thats it. Fucking is what I really love. Take that away from me and I'm really nothing.”
Endirinn á myndinni er virkilega magnþrunginn.
Ken Park: Frekar brengluð mynd verð ég að segja, með þunglyndislegan söguþráð og sum atriði í myndinni eru bara virkilega ekki við hæfi. Gerist í úthverfi í bandaríkjunum í kringum nokkra unglinga (eins og í öllum myndum hans) - Góð í heildina burt séð frá þessum vafasömu atriðum.
Bully: Byggt á sannri sögu um tvo vini þar sem einn leggur hinn í ómeðvitað einelti og hefur þær afleiðingar að hópur vina ákveða að myrða gerandann. Góð mynd með frábærum leikurum og aftur vantar ekki raunveruleikann - enda sönn saga ;) Enn og aftur, mynd með frábærri tónlist. Leiðinlegt það þó að einn aðalleikarana, Brad Renfro lést af ofneyslu eiturlyfja 15. janúar síðastliðinn.
Wassup Rockers! fjallar um hóp vina í South Central Los Angeles - Allir karakterarnir eru bara þeir sjálfir og myndin snýst um einn dag í þeirra lífi. Myndin sker sig úr að því leyti að hún er alls ekki eins gróf og fyrri myndir leikstjórans. Mín uppáhaldsmynd á eftir KIDS (af myndum eftir L.C.).
Allar þessar myndir gerðu mig hálf andvaka.. virkilega náðu til mín og ég horfi á þær annað slagið (excl. Ken Park) og þær vekja alltaf upp sömu tilfinningar.
Er þörf fyrir þessum kynlífssenum í myndunum hans? Er hann ekkert nema gamall perverti?
Þessar senur eru það sem að gera myndirnar að því það sem þær eru, ómeðvitað. Þær láta vita að myndin er ekki eitthvað hollywood drasl heldur eitthvað raunverulegt og svona hlutir gerast og það þýðir ekkert að horfa framhjá því. Hann er góður í því sem hann gerir en getur þó farið yfir strikið - Hvort það sé eitthvað sem hann geri fyrir sjálfan sig, you be the judge.
Ræðið