Nýjasta mynd leikstjórans, Roberts Altman heitir, Gosford Park. Það er alveg ógrynni af frægum leikurum í myndinni en af þeim get ég nefnt: Maggie Smith, Emily Watson, Richard Grant, Stephen Fry og Alan Bates.
Myndin gerist árið 1930 á Englandi og á að vera dularfull, drama og gamanmynd. Myndin fékk 5 tilnefningar til Golden Globe verðlauna í ár en þær eru fyrir, Besta mynd söngva/gaman, besta leikstjórn- Robert Altman, Besta leikkona í aukahlutverki- Maggie Smith og Helen Mirren og besta handrit- Julian Fellows. Myndin fékk einnig nokkrar tilnefningar til New York critics award og AFI award. Það bendir því margt til að hún fái margar Óskarsverðlaunatilnefnigar.
Myndin hefur fengið misdóma hjá gagnrýnendum en t.d fékk hún 67%/100% hjá rotten tomatoes og er með 7,7/10 á IMDb. Myndin er frekar löng eða 130 mínútur.
Ekki hefur verið ákveðinn frumsýningardagur á Íslandi á þessari mynd en 7. nóvember var hún frumsýnd í Bretlandi á London Film Festival en verður ekki tekin til almennra sýninga fyrr en í janúar og 26. desember verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum.
Tagline myndarinnar er frekar einkennilegt en það hljóðar svo: “Tea at four. Dinner at eight. Murder at midnight.” Það verður gaman að sjá hvernig þessi mynd heppnast hjá Altman en hann á að baki frábærar myndir eins og: MASH og Nashville.
kv. ari218