Jæja, löngu kominn tími til að maður skrifaði aftur grein inn manns eigin áhugamál. Þetta er liður í áætlun minni um að auka vinsældir áhugamálsins og markmiðið er að komast á topp 10 listann í fyrsta skiptið í laaangan tíma (ef við höfum þá einhvern tíman verið þar). Þessi grein ætti ekki að innihalda neina spilla (spoilera) enda er ég ekki að rekja söguþráðinn, heldur aðeins svona smá yfirlit um hvað myndin er og dass af mínu eigin áliti um myndina. Stutt og laggóð grein, vonandi er hún nytsamleg þeim sem ekki hafa séð hana, og svo getur fólk sem hefur kíkt á hana commentað sitt eigið álit, verið sammála mér, eða ósammála. Til þess er leikurinn gerður.
I am legend með Will Smith í aðalhlutverkinu er hrylling / vísindaskáldskapur sem er svo sem ekki nýtt af nálinni. Við höfum séð á seinustu árum myndir eins og Dawn of the dead, 28 days og weeks later o.s.frv. Myndin er höndum Francis Lawrence sem er kannski ekki sá reyndasti í bransanum en flestir ættu að kannast við myndina hans Constantine. Ferill þessa leikstjóra mun vonandi blómstra og ég hlakka til að sjá næstu mynd hans.
En núna að myndinni sjálfri. Myndin á sér stað í New York árið 2012, þremur árum eftir að lækningin við krabbameini hefur fundist. Lækningin var vírus sem eyddi krabbameininu, en fljótlega byrjuðu ýmist einkenni lík hundaæði að gera vart við sig og þegar við mætum til sögu þá er faraldurinn orðinn alvarlegur og setja á New York í sótthví. Við fylgjumst með Doktor Robert Neville sem leikinn er af Will Smith, þegar hann er orðin eina heilbrigða mannveran í allri veröldinni að því virðist í byrjun og nýtur hann diggrar aðstoða Sheffer tíkarinnar Samönthu (Sam). Saman vafra þau um stræti borgarinnar að degi til og leita að þessum verum svo Robert geti gert tilraunir á þeim. Vegna þess að hann er að leita að lækningunni með því að þróa lyf sem fjarlægir vírusinn úr blóði fólksins.
Myndatakan er á allan hátt mjög góð að mínu mati og hljóðið afbragðsgott og þessi blanda í mynd sem þessari lætur mann hoppa upp úr sætinu við hvert tækifæri. Þessi nánast einleikur Wills Smiths er nokkuð góður og tekst honum nokkuð sómasamlega að halda uppi myndinni, hundurinn hjálpaði þó helling enda hefði verið lítið gaman að sjá hann tala bara við sjálfan sig. Útskýring á öllum málsatriðum og skýring á því hvernig þetta allt þróaðist sjáum við í gegnum stutt skot sem sýna drauma Roberts um þetta örlaga ríka kvöld sem borgin var rýmd og svo sjáum við klippur úr gömlum fréttaþáttum.
Myndin skilur þó ekki mikið eftir sig og er þetta ekki mynd sem gaman er að horfa á aftur og aftur, heldur er þetta bara eins og góður reifari, gaman að skoða einu sinni og labba sáttur í burtu. Ég mæli þó hiklaust með því að fólk kíki á þessa mynd, hún ætti að vera frábær fyrir gaura sem vilja þurfa “passa” stelpurnar í bíó.
Gef þessari mynd einkunnina 7 af 10 mögulegum.