Jæja karlar og konur. Núna var ég að enda við að horfa á Eraserhead eftir að hafa haft hana upp í hillu hjá mér í.. ætli það sé ekki svona um 2 vikur! Það náttúrulega gekk ekki þannig ég tók mig til hérna 1. Janúar 2008 og horfði á hana. Þetta er ekki aðeins grein um myndina heldur vil ég líka fá álit frá ykkur, www.hugi.is notendum.
Mér fannst mynd þessi.. mjög góð, skringileg og ruglandi. Enda mátti ekki búast við minna frá meistaranum David Linch. Myndin, fannst mér, var um villtan mann í svona “mid-life crisis.” Mér fannst dáldið augljóst að honum fannst að lífið hans var ekki að fara neitt, hann var með leiðinlegri konu sem hugsar bara um sjálfa sig, hann vann í verksmiðju.. ja sko þarna kemur ein spurningin mín, vann hann í verksmiðju SEM prenntaði dót út fyrir fólk? Eða vann hann í verksmiðju sem bjó til prenntara og blöð? Þetta var eitt af því sem ruglaði mig þótt að það hafi ekki komið mikið fram eða verið mikilvægt söguþráðinum. En allavega, mér fannst Henry s.s. aðal persónan í myndinni, mér fannst hann vera alveg svakalega skemmtileg persóna mér fannst eins og, þótt að hann liti ekki út fyrir það, þá fannst mér eins og hann skildi allt sem var að gerast í kringum hann. Ég held líka að “barnið” skilji líka allt, t.d. þegar það varð veikt, var það bara til að fá athygli? Eða var það veikt í alvöru? Þá held ég að þetta sé bara komið hjá mér, fyrir utan nokkrar spurningar.
1. Var Henry eitt af þessum “verum” eða var þessi kona sem hann var með eina nóttina bara eitthvað rugluð?
2. Hvað haldið þið að þessir hlutir sem dansandi konan var alltaf að stíga á? Ég túlkaði það þannig að þetta væri sjálfstraustið hans og hún hafi búin að vera að dansa á því og Eyða því smátt og smátt yfir ár lífs hans.
3. Hvað fannst ykkur um atriðið þegar litli strákurinn kom með haus Henry og gæjinn boraði í hausinn á honum og… tja.. þið vitið restina?
Kv. Pesi11Sund
P.S. Gleðilegt nýtt ár.