Ég bjóst við miklu af þessari mynd þegar ég sá hana vegna þess að hún fék hvorki meira né minna en 7 Óskarsverðlaun árið 1990. Ég gersamlega varð að sjá þessa mynd! Leikstjóri myndarinnar, Kevin Costner leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið.

Aðalpersóna myndarinnar er John Dunbar. Myndin gerist í borgarastyrjöld fyrir nokkur hundruð árum. Dunbar er sendur í vesturátt til að setja upp búðir og hann á alltaf að vera vel á verði til að sjá þegar óvinurinn nálgast. Fljótlega kemur hann sér upp á kant við indíána sem gefa í skyn að búðirnar séu á þeirra landareign. John verður stuttu seinna mjög náinn vinur indíánanna. Hann kemur sér líka í kynni við vinalegann úlf sem heimsækir hann oft. Þegar indíanarnir sjá John með úlfinum í fyrsta sinn gefa þeir honum nafnið “Dances with Wolves”. Það er bara verst að John kann ekki tungumálið sem indíánarnir tala en það er kona í þeirra hópi sem skilur bæði tungumálin.

Þessi mynd eru heilir 3 tímar á lengd. Þetta er örugglega ein langdregnasta og leiðilegast mynd sem ég hef séð. Þegar væminn endir myndarinnar kláraðist hefði ég vel getað verið sofandi þó að þetta hafi verið um hádegisleytið í skólanum. Ég mæli svo sannarlega alls ekki með þessari mynd sem átti engan Óskar skilinn! Ég gef henni samt hálfa stjörnu því Kevin Costner leikur sjaldan svona vel.

hálf/****