A Beautiful Mind er rómantísk drama sem á að koma í byrjun ársins 2002. Russel Crowe og Ed Harris fara með aðalhlutverkin undir leikstjórn Ron Howard´s. Russel Crowe á að baki myndirnar: L.A Confidential, The Insider og Gladiator. Ed Harris er frægastur fyrir myndirnar: Glengarry Glen Ross, Apollo 13, Nixon, The Truman Show, Pollock og Enemy at the Gates. En frægustu myndir leikstjórans Ron Howard´s eru: Appolo 13, Ransom og The Grinch.
Ég held að þessi mynd verði svona í svipuðum stíl og Proof of Life en ég ætla rétt að vona að svo verði ekki. Í myndinni leikur Russel víst einhvern vísindamann sem reynir að fá Nobels verðlaunin í fagi sínu. Persónan sem hann leikur er alger snillingur og á verðlaunin fyllilega skilin. Semsagt fáum við að sjá Russel Crowe leika kollega Albert Einstein í hvíta tjaldinu.
Ég býst alls ekki við miklu af þessari mynd og ég hef líka aldrei verið mikið hrifinn af rómantískum turtuldúfumyndum eins og ég held að þessi verði. Svo er eitt stórt spurningarmerki um það hvort leikararnir í myndinni standi fyrir sínu. Það verður gaman að sjá hvort það gerist. En aðrir leikarar í myndinni en Crowe og Harris eru: Jennifer Connely, Paul Bettany, Vivien Cardone, Adam Goldberg, Josh Lucas, Anthonty Rapp og ég ætla nú ekki að fara að telja meira upp af því jólahlaðborði.
Ég ætla ekkert að dæma þessa mynd fyrirfram en efast hinsvegar sterklega um að það verði eitthvað varið í hana. En auðvitað vona ég að hún verði góð eins og með allar myndir en það er bara málið að flestar myndir eru lélegar :)
kv. ari218