Franski leikstjórinn, Jean Jaques Annaud leikstýrir þessari óhugnalegu munkamynd.
Myndin gerist á klaustri í Ítalíu árið 1326. William of Baskervile (Sean Connery) kemur ásamt lærisveini sínum í klaustrið. Fyrir stuttu dó einn munkur. Líkið hans fannst fyrir neðan lokaðan glugga sem engin ummerki sáust á. William vill ásmat lærisveini sínum fara í spæjaraleik. Stuttu seina deyja tveir aðrir munkar. William segir að þeir hafi dáið út af eitraðri bók en Bernardo Gui hefur fólk fyrir rangri sök. En William fær ekki að fara á klaustur bókasafnið sem hann er mjög óánægður með. Á næstu dögum fara munkarnir að týna tölunni þannig að það er bara spurning hver hefur rétt fyrir sér.
Mér fannst þessi mynd á köflum mjög óhugnanleg og það eru greinilega mjög strangar reglur sem gilda í munkaklaustri (ef það er eins og í myndinni). Mér fannst leikur Sean Connery ekkert standa mjög mikið upp úr en aðrir leikarar voru mjög góðir.
***/****