“Ég skrifaði langt svar þar sem ég viðurkenni að hafa einu sinni verið í þínum sporum og reynt að bestu getu að vera ekki tilgerðarlegur og að nú sé ég laus við allt það bull og er hættur að reyna að vera eitthvað annað en það sem ég er.”
Í mínum sporum? Ég sé að þú ályktar að ég sé eitthvað ákveðið, án þess að þekkja mig. Svosem ágætt að gera það og mjög líklegt að þú hafir rétt fyrir þér, en svo þarf ekki að vera.
Hvernig geturðu sagt að ég sé að reyna að vera eins ótilgerðarsamur og ég get?
Ég hef ekki einu sinni séð Eraserhead, það verð ég að segja, en ég flokka hana í þá týpu af myndum sem að þú verður að vera með ákveðið viðhorf til myndarinnar, “opinn huga”(eða hvað sem þú vilt kalla það) til þess að finnast hún góð. Þarft smá skammt af tilgerðarsemi og þú ert cool og finnst þetta frábært.
Fólkið sem nýtur listar sem þessar eru oftast algjörir hálfvitar. Tilgerðarsemin slaknar kannski með árunum, en þá ertu búinn að festa þig við þessa týpu nóg til að þetta sé eðli þitt.
Það er svosem gott hjá þessu fólki að geta notið hluta svona auðveldlega, látið “atmospheric” dót hafa áhrif á sig. Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks í fyrradag, sofnaði reyndar yfir fyrsta þættinum, en klukkan var 5 eða svo um morgun. Tók eftir nógu í þáttunum sem mér fannst kjánalegt sem á að hafa áhrif á undirmeðvitund fólks. Það hefur ekki áhrif á mig, mér finnst þetta bara asnalegt. Kannski að maður þurfi að reyna að láta það hafa áhrif á sig, en það er bara asnalegt.
Þú veist hvað ég er að tala um, þetta týpíska listræna kvikmynda dót. Öðruvísi sjónarhorn og slíkir einfaldir og óeðlilegir hlutir sem hafa áhrif á skynjun þína fyrir einhverja ástæðu. Ég held að þetta virki aðallega á heimskt fólk.
Haha… Seinustu málsgreinarnar hjá þér…
“
Ég hef tileinkað seinustu árum mínum í að vera ekki forritaður eða heilaþveginn og mér hefur tekist það ágætlega. Ég hata engann, ég tek ekki þátt í innantómum leikjum og keppnum og ég hvorki læt buga mig né reyni að buga aðra, ég óttast ennþá margt en ég viðurkenni fyrir sjálfum mér að ég óttast þessa hluti og ég er að reyna að sigrast á þeim.”
Og þú ert ekkert tilgerðarsamur?
Heldurðu að þú sért stiginn á eitthvað æðra “level”, þar sem þú ert orðinn svona þroskaður? Farinn að horfa á listrænar kvikmyndir og svona.
Þær eru nefnilega miklu betri en þessar venjulegu fyrir heilaþvegna venjulega fólkið! Skemmtun? Hvað er það?
Kannski að ég ‘þroskist’ einn daginn og fer að láta kvikmyndir hafa áhrif á undirmeðvitund mína(talandi um heilaþvott…), en ég held að ég það sé nóg af dópi sem ég eigi eftir að taka til þess að ég sé kominn í það ástand að slíkt virkar á mig.
Ég er hvorki í þessu ástandi sem þú varst, né í því sem þú ert núna. Ég er ekki partur af þessu “heilaþvegna” fólki, en ég horfi þó á kvikmyndir mér til skemmtunar(en ekki til þess að vera cool). Talandi um að vera cool, þá er ég ekki endilega að segja að þú sért að því, kannski að þetta virki svona á þig. Ég held að þú sért á einhverju stigi þar sem þú ert orðinn það “þroskaður” að þú vilt vera svona, opinn fyrir öllu og slíkt.
Ég horfi á kvikmyndir sem ég tel góðar og nenni varla að horfa á aðrar. Ég er ekki alltof andtilgerðarsamur, ég geri það sem ég vil, en ég takmarka mig frá ákveðnum hlutum sem fólk gerir sem mér finnst asnalegir. (Takmarka frá, er það rétt orðað?)
Hm, þar sem þessar samræður eru aðallega um kvikmyndir, þá skal ég copya einhverjar kvikmyndir sem ég hef í favourites á MySpace.
A Clockwork Orange, Slaughterhouse Five, A History of Violence, American History X, Falling Down, Krull, Grandma's Boy, Clerks, Mallrats, Dogma, Seven, Fight Club, Lost Boys, Oldboy, City of God, One Flew Over the Cuckoos Nest, Shaun of the Dead, The Breakfast Club, Once Upon a Time in America, Star Wars Trilogy, Forrest Gump, Terminator II: Judgement Day, Full Metal Jacket, Cannibal the Musical, The Green Mile, V for Vendetta, Groundhog Day, Evil Dead II, The Shining, The Goonies, Gremlins, Bill and Ted's Excellent Adventure, Sin City, Back to the Future Trilogy, American Beauty, Planes, Trains and Automobiles, The Big Lebowski, Willow, Friday the Thirteenth: The Final Chapter, The 'burbs, Stand By Me, Twelve Monkeys,
Nenni ekki að skrifa mikið meira, en ég vil endilega fá nýtt svar og halda þessum samræðum áfram. Hef fullt annað að segja um þetta málefni sem ég náði ekki að koma frá mér í þessu svari.
Ble.
Flott að sjá smá þroska í svörunum þínum annað en þetta hversdagslega barnalega ,,fokk off“ komment sem maður virðist vera að fá allstaðar á netinu, reyndar heldurðu þér ennþá við haha-ið og þess háttur sem fer reyndar ekki í taugarnar á mér hvort sem er. Það er alveg rétt að ég þekki þig ekki og það er frekar asnalegt að vera að dæmi þig svona fyrir fram en það er nákvæmlega það sama að þú ert búinn að vera að gera við mig, þú heldur að þú þekkir mig og ert búinn að dæma mig sem tilgerðarlega arty týpu einungis vegna þess að ég fíla 2001 og Eraserhead.
,,Og þú ert ekkert tilgerðarsamur?
Heldurðu að þú sért stiginn á eitthvað æðra ”level“, þar sem þú ert orðinn svona þroskaður? Farinn að horfa á listrænar kvikmyndir og svona.
Þær eru nefnilega miklu betri en þessar venjulegu fyrir heilaþvegna venjulega fólkið! Skemmtun? Hvað er það?”
Já ég tel mig að nokkru leyti vera kominn á æðra stig, ekki endilega æðra stig en einhver annar (því þá væri ég fastur í keppniskap í einhverju sem á einmitt ekki að vera keppni) heldur æðra strigi en ég var sjálfur á. Lífið snýst um að þroskast, aðsjálfsögðu á maður að skemmta sér en ef maður þroskast ekkert þá staðnar maður og það er mjög hættulegt. Vegna þess að ég horfi á listrænar kvikmyndir eða kvikmyndir með boðskap þá er ég að mörgu leyti þroskaðari en ég var. Áður fyrr gat ég horft á allan þennan skít með rob schneider eða adam sandler en núna get ég ekki einu sinni litið í áttina að þessu án þess að líða illa, en þetta er einungis vegna þess að ég hef vanið mig á að horfa bara á gott efni bæði í kvikmyndum og í sjónvarpsefni og í kjölfarið líður mér miklu betra. Ég sæki í góðar kvikmyndir með góðan boðskap því að ég krefst meira frá listamönnum og frá sjálfum mér en ég gerði áður og það gerir mig þroskaðari en fyrr. Það er erfitt að útskýra fyrir einhverjum sem elskar að horfa á svona efni hversu mikil sóun það er að gera það, ég veit að það getur verið mjög gaman að horfa á ruslið og það er allt í lagi að gera það í hófi en án þess að þú takir eftir því þá er þetta að taka eitthvað frá þér sem er mjög erfitt að fá aftur. Haltu áfram að horfa á kvikmyndir sem þér finnst góðar það er ekkert að því en ég get alveg lofað þér því að með árunum áttu eftir að skipta um skoðun og uppgötva aðra hlið á kvikmyndagerð og þegar það gerist þá áttu eftir að missa fordóman gegn ,,listrænum“ myndum, en þetta er eitthvað sem þú verður að leyfa að gerast og þú mátt ekki berjast gegn því.
,,Hvernig geturðu sagt að ég sé að reyna að vera eins ótilgerðarsamur og ég get?
Ég hef ekki einu sinni séð Eraserhead, það verð ég að segja, en ég flokka hana í þá týpu af myndum sem að þú verður að vera með ákveðið viðhorf til myndarinnar, ”opinn huga“(eða hvað sem þú vilt kalla það) til þess að finnast hún góð. Þarft smá skammt af tilgerðarsemi og þú ert cool og finnst þetta frábært.
Fólkið sem nýtur listar sem þessar eru oftast algjörir hálfvitar. Tilgerðarsemin slaknar kannski með árunum, en þá ertu búinn að festa þig við þessa týpu nóg til að þetta sé eðli þitt.
Það er svosem gott hjá þessu fólki að geta notið hluta svona auðveldlega, látið ”atmospheric“ dót hafa áhrif á sig.”
Ég segi að þú sért að reyna að vera eins ótilgerðarlegur og þú mögulega getur vegna þess að þú berst svo stranglega gegn því. Þú ert eins og gaurinn sem bíður fyrir utan hommaklúbba og lemur hommana með kylfu öskrandi ,,Helvítis hommar! Ég er ekki hommi!“ Okey ég er alls ekki að segja að þú sért eins slæmur og þeir en á sama hátt þá ert þú það sem þú berst svona hart gegn, eða a.m.k. virkarðu þannig að þú sért ósjálfrátt að reyna að vera frumlegur með því að vera á móti tilgerð eins og gaurinn reynir að vera gagnkynhneigður með því að vera á móti hommum. Þetta snýst allt um machoisma og að neita að vera hluti af einhverju sem er eins ,,veimutítillegt” og listrænir hlutir. Ástæðan fyrir því að ég tel þig vera hluti af þessum hóp sem reynir að vera ekki tilgerðarlegur er enn og aftur vegna þess að ég hugsaði svona einu sinni líka og þegar ég verð vitni af einvherjum öðrum vera að gera þetta þá kannast ég um leið við það frá eigin reynslu. Þú sagðir að fólk sem nýtur lista sem þessar séu algjörir hálfvitar og það statement er alveg jafn heimskulegt og ef að ég myndi segja að allir sem fíla myndir eins og þú fílar séu allir algjörir hálfvitar. Í allri listgerð er til ,,lobby“, það er að segja listamenn sem maður kynnist fyrst og síðan fer maður að kanna þessa listgerð meir og kemst að því að það er heill annar heimur af listamönnum sem höfðu áhrif á þá listamenn sem maður fylgdist fyrst með. Eins og t.d. þegar maður er ungur og hlustar á Bítlana og Rolling Stones og það er the shit en síðan kafar maður dýpra og kemst að því að þeir eru undir áhrifum Elvis Presley og byrjar að hlusta á hann og síðan kemst maður að því að Elvis var undir áhrifum gömlu svörtu blúsarana og byrjar að hlusta á þá og síðan hlustar maður á þá sem þeir hlustuðu á og sem þeir hlustuðu og sem þeir hlustuðu á og svo framvegis þangað til að maður hefur hlustað á svo mikla tónlist og veit svo mikið um tónlist að maður getur greint á milli alla mismunandi tónlist sem maður heyrir í útvarpinu hvort það sé gott eða slæmt. Það sem ég meina er það að þeir sem fíla þessar ,,listrænu” kvikmyndir eru oftast þeir sem hafa horft á allar þessar mjög góðu myndir sem þú settir á listann þinn og hafa ákveðið að taka næstu skrefin. Auðvitað dæmir meirihlutinn þessar myndir sem artsnobb og svarthvítt útrunnið drasl en þetta eru kvikmyndirnar sem eru virkilega að reyna að segja eitthvað sem ekki hefur verið sagt áður. Fólk þorir ekkert að kafa í sína eigin undirmeðvitund, fólk vill ekkert heyra sannleikann og þegar það sér einhvern sem er að gera það þá krossfestir það hann bæði bókstaflega og með orðum og augnaráði. Því að sá sem segir sannleikann er frjáls og fyrir manneskju sem er ekki frjáls að sjá manneskju sem er það þá verður sú manneskja hrædd því að frjálsa manneskjan hefur berskjaldað hina ófrjálsu og þá fer ófrjálsa manneskjan að hata þá frjálsu og meiða þá frjálsu. Ef þú skilur ekki hvað ég á við leigðu þá Easy Rider og ef þú hefur séð hana horfðu þá á hana aftur.
Langflestir af þessum kvikmyndagerðarmönnum sem leikstýra myndunum sem þú settir á listann þinn hafa horft á ábyggilega mun meiri ,,listrænar“ kvikmyndir og ég (það má m.a.s. sjá tilvitnanir í mörgum þessum myndum í aðra ,,listrænar” kvikmyndir) og þar af leiðandi fremur kaldhæðsnilegt að þú skulir vera á móti þeim.
Ég veit að þegar einhver segir manni að þroskast og geri hitt og þetta þá á maður oft til að gera einmitt andstæðuna bara til þess að hefna sín en ég virkilega vona að þú gerir það ekki, ekki svo að ég ,,vinni" eða eitthvað slíkt heldur svo að þú lærir og það er kominn tími til þess að allur heimurinn, þ.á.m. ég líka, fari að læra.
0
“g segi að þú sért að reyna að vera eins ótilgerðarlegur og þú mögulega getur vegna þess að þú berst svo stranglega gegn því. Þú ert eins og gaurinn sem bíður fyrir utan hommaklúbba og lemur hommana með kylfu öskrandi ,,Helvítis hommar! Ég er ekki hommi!” Okey ég er alls ekki að segja að þú sért eins slæmur og þeir en á sama hátt þá ert þú það sem þú berst svona hart gegn, eða a.m.k. virkarðu þannig að þú sért ósjálfrátt að reyna að vera frumlegur með því að vera á móti tilgerð eins og gaurinn reynir að vera gagnkynhneigður með því að vera á móti hommum. Þetta snýst allt um machoisma og að neita að vera hluti af einhverju sem er eins ,,veimutítillegt“ og listrænir hlutir. Ástæðan fyrir því að ég tel þig vera hluti af þessum hóp sem reynir að vera ekki tilgerðarlegur er enn og aftur vegna þess að ég hugsaði svona einu sinni líka og þegar ég verð vitni af einvherjum öðrum vera að gera þetta þá kannast ég um leið við það frá eigin reynslu”
Geturðu vinsamlegast lýst því betur hvers vegna þér finnst þetta? Ég sagði bara mína skoðun á 2001 og lýsti viðhorfi mínu til hennar.
“Þú sagðir að fólk sem nýtur lista sem þessar séu algjörir hálfvitar og það statement er alveg jafn heimskulegt og ef að ég myndi segja að allir sem fíla myndir eins og þú fílar séu allir algjörir hálfvitar.”
Ég sagði “oftast”.
Tónlistardæmið þitt er frekar asnalegt. Hvers vegna ættirðu að grafa þig afturábak í tíman? Það væri vanþróun, ef það væri eitthvað til sem kallast vanþróun.
Frekar grefurðu þig í þá sem bítlarnir og co. höfðu áhrif á og finnur vandaðri og ‘þróaðri’ tónlist. Alveg fáránlegt að vera frekar að fíla þetta gamla dót. Svona eins og að umgangast apa frekar en mannfólk.
“Auðvitað dæmir meirihlutinn þessar myndir sem artsnobb og svarthvítt útrunnið drasl en þetta eru kvikmyndirnar sem eru virkilega að reyna að segja eitthvað sem ekki hefur verið sagt áður.”
Höfðu þessir menn einhverja aðra sýn árið 1920? Höfðu þeir einhvern galdrahæfileika að hafa áhrif á undirmeðvitund fólks?
“Fólk þorir ekkert að kafa í sína eigin undirmeðvitund, fólk vill ekkert heyra sannleikann og þegar það sér einhvern sem er að gera það þá krossfestir það hann bæði bókstaflega og með orðum og augnaráði. Því að sá sem segir sannleikann er frjáls og fyrir manneskju sem er ekki frjáls að sjá manneskju sem er það þá verður sú manneskja hrædd því að frjálsa manneskjan hefur berskjaldað hina ófrjálsu og þá fer ófrjálsa manneskjan að hata þá frjálsu og meiða þá frjálsu. Ef þú skilur ekki hvað ég á við leigðu þá Easy Rider og ef þú hefur séð hana horfðu þá á hana aftur.”
Vá, hvað ég skil þetta viðhorf ekkert. Þetta er svo mikið placebo dæmi hjá ykkur, úff.(Held ég)
Ég niðurhalaði Easy Rider, byrjaði að horfa á hana. Bróðir minn heldur mikið upp á hana, hann er býst ég við með líkt viðhorf og þú(pælir kannski ekki jafn mikið í þessu undirmeðvitundar drasli og þú, held að þú sért svolítið mikið að reyna það), er með B.A. gráðu í kvikmyndafræði og eitthvað drasll. Ég slökkti á þessari hundleiðinlegu mynd.
Það vantar í mig þetta listræna viðhorf, ég vil ekki reyna að láta eitthvað hafa ákveðin áhrif á mig. Það er nú nokkurn veginn andstæðan við það að eitthvað virki á undirmeðvitundina.
“Ég veit að þegar einhver segir manni að þroskast og geri hitt og þetta þá á maður oft til að gera einmitt andstæðuna bara til þess að hefna sín en ég virkilega vona að þú gerir það ekki, ekki svo að ég ,,vinni” eða eitthvað slíkt heldur svo að þú lærir og það er kominn tími til þess að allur heimurinn, þ.á.m. ég líka, fari að læra."
Rosalega ertu að reyna að vera þroskaður eitthvað samt. Eða, læra eða ekki læra. Kannski ertu það bara.
Ég væri alveg til í að reyna að horfa á listrænar kvikmyndir og láta það hafa áhrif á mig, en ég held að ég sé bara allt of gáfaður fyrir það.
Hverju mælirðu með?
0
Ástæðan fyrir því að ég tel þig vera hluta af þessum hóp í þriðja eða fjórða sinn minn kæri fgsfds er vegna þess að ég var einu sinni hluti af þessum hóp og þegar ég verð vitni að því að einhver annar hegði sér svona þá kannast ég um leið við það. Auk þess værir þú ekki svona rosalega á móti þessum kvikmyndum nema til þess að reyna að vera öðruvísi og það er ,,ekkert skemmtilegra“ en að vera öðruvísi en tilgerðarlegt listrænt fólk því þá getur þú verið karlmennskan uppmáluð og útskúfa sjálfan þig frá hópi af fólki sem að þínu mati telur sig vera betri en aðrir. Þetta snýst allt um varnarkerfi og þitt varnarkerfi er afar vinsælt.
,,Ég sagði ”oftast“.”
Engu að síður er þetta statement mjög súrt. Samt sem áður eru því miður flestir í heiminum heimskir, annars væri heimurinn ekki að hrynja eins og hann hrynur. Meirihlutinn af heiminum hefur smekk eins og þú (ekki það að ég sé að kalla þig heimskan) og meirihlutinn lítur framhjá kvikmyndum sem ég tel vera góðar, bæði vegna þess að það hefur ekki þolinmæðina né metnaðinn til að horfa á þeir og vegna þess í að í þeim myndum sem ég horfi á (þ.e.a.s. myndir sem ég tel vera góðar alveg frá hollywoodískum myndum á borð við Fight Club til Evrópska klassa mynda á borð við Stalker en ekki bara allar listrænar myndir) er boðskapur sem langflest fólk vill forðast. Þessi boðskapur er sannleikurinn í sínum mismunandi formum og enginn vill heyra sannleikann. Heimurinn snýst í hringi og fólk sem talar ALDREI um hlutina sem liggur grafið bakvið hjarta þeirra knýr heiminum. Þegar þú bentir fólki á sannleikann þá hatar það þig og áður fyrr (reyndar alveg jafn mikið ennþá) drápu þau þann sem sagði satt. Flestir vilja ekki myrða þannig þeir láta nægja sér að horfa á þig með neikvæðu augnaráði eða segja ,,Þú ert bara einhver leiðinleg listatýpa sem er að reyna að vera öðruvísi hahaha!“. Sannleikurinn er sá að við erum öll sofandi og tilgangur lífsins er að vakna. Til þess að vakna þarftu að segja sannleikann sem er oftast ótrúlega erfitt en með því að segja sannleikann þá verðuru frjáls og þá í fyrsta sinn ERTU. Þetta er allt mjög einfalt en fólk vill eitthvað flóknara og leitar að tilgang lífsins út um allan heim á meðan hann er beint fyrir framan þau. Ég skil hvað þú meinar með því þegar þú segir að ég sé bara að reyna að vera þroskaður og að einhverju leyti hefurðu rétt fyrir þér því að stundum rennur yfir mig hroki en þegar það gerist þá tapa ég því þá ,,er” ég ekki því þegar maður er hrokafullur eða reiður eða hatursfullur eða öfundsjúkur þá er maður hræddur og það er ekkert verr og engin stærri hraðahindrun enn óttinn. En ég er samt ekki að ,,þykjast“ eða að ,,reyna” þegar ég skrifa þessi orð því þetta er eitthvað sem ég trúi með öllu mínu hjarta og geri mitt allra besta í að fylgja eftir til þess að einn daginn verði ég frjáls. Ég trúi ekki á nein ákveðin trúarbrögð eða dýrki einhverja aðra manneskju sem bjargvættinn minn heldur er þetta allt komið að mér og ég er sá eini sem getur frelsað sjálfan mig frá öllum þessum lygum og blekkingum sem umkringja mann alls staðar.
,,Tónlistardæmið þitt er frekar asnalegt. Hvers vegna ættirðu að grafa þig afturábak í tíman? Það væri vanþróun, ef það væri eitthvað til sem kallast vanþróun.
Frekar grefurðu þig í þá sem bítlarnir og co. höfðu áhrif á og finnur vandaðri og ‘þróaðri’ tónlist. Alveg fáránlegt að vera frekar að fíla þetta gamla dót. Svona eins og að umgangast apa frekar en mannfólk.“
Það er rétt að það er algjör vanþróun að grafa sig afturábak í tíman en það er ekki vanþróun að grafa sig afturábak í tíman þegar kemur að tónlist eða einhverskonar list því að öll tónlist sem þú heyrir tilheyrir fortíðinni á einhvern hátt. Eitt það mikilvægasta sem maður verður að læra er að lifa í núinu því það er ekki til nein fortíð og það er ekki til nein framtíð heldur er það eina sem er og mun alltaf vera er núið. En til þess að upplifa núið þá verður þú að gera það sem skiptir þig mestu máli því að tíminn er að renna út og það sem þú villt gera getur þess vegna verið að hlusta á Mozart sem er löngu dáinn. Þannig að til þess að upplifa núið þá verðuru að njóta núisins og enginn er að fara að segja mér að ég eigi að hlusta á einhverja ákveðna tónlist nema þá tónlist sem hefur áhrif á mig. Auk þess eru dýr ekkert mikið verri félagsskapur en mannfólk að mörgu leyti eru dýr meira að segja æðri en við, a.m.k. eru þau ekki að menga heiminn.
,,Höfðu þessir menn einhverja aðra sýn árið 1920? Höfðu þeir einhvern galdrahæfileika að hafa áhrif á undirmeðvitund fólks?”
hollywood var allt öðruvísi fyrir t.d. fjörutíu árum þegar framleiðendurnir höfðu enga hugmynd hvernig þeir áttu að höfða til unga fólksins þangað til gæða leikstjórar á borð við Scorsese, Coppola, de Palma, Schlesinger, Friedkin, Nichols, Hopper o.fl. sögðu við þá að þeir gætu höfðað til þeirra og fengu fullkomið frelsi til þess að skapa l i s t þangað til Spielberg og Lucas komu og bjuggu til peningamaskínunnar Jaws og Star Wars og eyðilögðu allt. Eftir Jaws og Star Wars kom framhaldsmyndin á framfærið og framleiðeindurnir fóru að græða feitan pening fyrir endurgerðir og framhöld og stórar hollywodd ruslhasarmyndir, þá endanlega dó hollywood og aðeins tíminn veit hvort hún munm endurlígast. Enn sem sagt já, gömlu kvikmyndagerðarmennirnir einbeittu sér að því að gera góðar kvikmyndir auk þess að græða pening en ekki eins og í dag.
,,Ég væri alveg til í að reyna að horfa á listrænar kvikmyndir og láta það hafa áhrif á mig, en ég held að ég sé bara allt of gáfaður fyrir það."
Ég vill alls ekki meina að þú sért ekki gáfaður eða whatever en ég tel það vera svo að þú sért ekki orðinn nógu þroskaður til þess að taka skrefið í átt að gæða myndum, en ég geri mér grein fyrir því að þú eigir líklegast og vonandi eftir að gera það í nánnri framtíð því þá vinnur þú.
Ég mæli með því að þú farir að horfa í kringum þig í öðru ljósi og sjá í gegnum innantómu leikina og keppninar sem allir virðast vera að taka þátt í. Ég mæli með því að þú takir ekki þátt í stéttaskiptingu innan vinahóps og látir engann segja þér að hann sé æðri en þú á einhverju leyti og loks mæli ég með því að þú standir alltaf upp fyrir þér því það er betra að deyja standandi en að lifa á hnjánum. Annars sýnist mér við vera að fara í marga hringi í þessum samræðum okkar og mæli með því fyrir okkur báða að hætta ;).
0