Ég veit ekki hvað ég var búinn að bíða lengi eftir að þessi mynd kæmi í kvikmyndahús á Íslandi þegar ég labbaði inn í bíósalinn.
Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með myndina. Andrey Tautou minnti mig mjög mikið á Audrey Hepburn í hlutverki Amélie Poulain. Það hefur sennilega sjaldan verið gerð mynd í sama stíl og þessi. Það er t.d eins og sögumaður myndarinnar sé að lesa upp úr bók og alltaf þegar ný persóna kemur fyrir segir hann frá henni ítarlega. Það kemur einnig fyrir að Amélie snúi sér upp að myndavélinni og segir það sem hún vill segja.
Sagan byrjar árið 1997 um það leyti sem Díana prinsessa deyr. Amélie finnur lítinn kassa með smámunum í íbúðinni sinni og langar að gera allt til þess að finna eiganda hans þótt það séu liðin 40 ár frá því að hann skildi við hann. Í myndinni verður hún einnig ástfanginn en er of feimin til þessa að geta tjáð sig. Að mínu mati getur varla verið annað en að þessi mynd fái Óskar sem besta erlenda myndin á næstu Óskarsverðlaunahátíð.