U-571 er alveg prýðisgóð mynd þótt í henni séu margir gallar og bölvaður vitleysisgangur.Til dæmis þessi þýski rafvirki.Honum tókst að rota aðal vélvirkja þeirra og stela af honum byssu.Síðan kom að honum Bandaríkjamaður sem ætlaði að leggja í hann,en þýskarinn tók sig til og skaut hann tvisvar sinnum.Annað hvort var Bandaríkjamaðurinn í skotheldu vesti(sem ég stórefa) eða hreinræktuð ofurhetja því honum tókst í dauðakippunum að fella þjóðverjann og setja eitt stykki blýkúlu í magann á honum.Nú,þjóðverjinn var handsamaður og læstur inni.Svo löngu seinna er að berja morse tákn á byrðinginn til vina sinna í tundurspillinum sem vofir yfir þeim á yfirborðinu.Það er vitað að það tekur daga að deyja úr skoti í maga en ég held að hann myndi ekki hafa ráð né rænu til að gefa samherjum sínum merki.

Önnnur vitleysan er þetta blessaða,laskaða tundurskeyti sem fór heldur betur illa með tundurspillinn.Jú,jú þetta hefði virkað og skipið hefði sokkið en það hefði ekki sprungi í tætlur eins og plastskip.

En fyrir þessar vitleysur er bætt er með stanslausum hamagangi út í gegnum myndina og er hún að öðru leyti trúverðug og vel gerð og hin besta skemmtun og vel þess virði að fara á.

P.S: byrjunin er keimlík þeirri í DAS BOOT.

KURSK