Kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum Nú er teiknimyndasögubylgja gjörsamlega að tröllríða kvikmyndaheiminum. Stóru kvikmyndaverin slást um kvikmyndaréttinn á þessum teiknimyndasögum. Mig langaði þá aðeins að rifja upp eldri myndir sem eru byggðar á teiknimyndasögum sem ég man eftir og kannski að reyna að sjá hvort það borgi sig eitthvað að gera kvikmyndir úr þessum sögum.

1.Batman: Örugglega ein besta kvikmynd sem byggð er á teiknimyndasögu. Á eftir fylgdi ágæt framhaldsmynd(Batman Returns) en svo fór þetta í rugl í 3 og 4 myndinni.

2.Superman: Ein af fyrstu myndunum sem byggðar voru á teiknimyndasögu. Ég man frekar lítið eftir þessum myndum en mig minnir að fyrsta myndin hafi verið best. Svo fylgdu framhaldsmyndir sem voru ekki jafn góðar.

3.The Crow: Mér fannst þessi mynd mjög stílhrein og flott. Þetta er gott dæmi um vel heppnaða kvikmynd byggða á teiknimyndasögu. Leiðinlegt að Brandon Lee skildi deyja við gerð hennar af voðaskoti.

4. The Flash: Jæja þá er komið að þessum myndum sem einfaldlega kallast crap-myndir og þær eru því miður nokkuð margar í þessum flokk. Ég sá fyrstu myndina í einhverju flippstuði og ég veltist um af hlátri, kannski fín grínmynd svosem, það voru víst einhver framhöld(óskiljanlegt) ég veit ekki hversu margar.

5.The Rocketeer: Það vantaði eitthvað í þessa mynd. Kannski voru leikaranir bara alltof leiðinlegir ég veit það ekki en þessi mynd var engan veginn nógu skemmtileg.

6.The Mask: Ágætis grínmynd með Jim Carrey en samt ein lélegasta myndin hans.

7.Conan The Barbarian: Myndin sem kom Arnold Shcwartzenegger á kortið og hann smellpassaði í hlutverkið(útlitslega séð) en myndin er bara fín b-mynd.

8.Tank Girl: Hundleiðinleg mynd með Lori Petty sem ógeðslega leiðinlega stelpan sem keyrir um á vægast sagt skrautlegum skriðdreka í framtíðinni þar sem stjórnleysi ríður rækjum.

9.Darkman: Ágætis mynd með Liam Neeson um mann sem “klónar” líkamsparta á sig eftir að hann er brenndur illilega af glæpalýð. Ein af fyrstu myndum Sam Raimi(A simple plan, The Gift).

10.Judge Dredd: ojj ein ömurlegasta mynd Sly Stallone(sem á nú nokkra slæmar að baki sér). Framtíðarsýn þar sem löggan Dredd er hefur dómsvald og framkvæmdarvald. Eitt sekúndubrot í myndinni er tekið upp á íslandi jibbí ísland frægt

11. The Punisher: Svona eiga B-myndir að vera bara hafa gaman og ekkert vera að taka sig alvarlega. Fjallar um mann(Dolph Lundgren) sem hefnir sín á mönnunum sem drápu fjölskylduna hans(jeeeeeee).

12.Teenage Mutant Ninja Turtles: Bara snilldar barnamyndir um stökkbreyttar skjaldbökur sem kunna að slást og éta pizzur. Seinni myndin ekki eins góð.

13.Timecop: Mynd sem hefði getað orðið fín mynd ef þeir hefðu fengið einhvern annan en Van Damme. Fjallar um löggu í framtíðinni sem starfar við það að koma í veg fyrir tímaflakk.

14.The Shadow: Léleg mynd með Alec Baldwin í hlutverki skuggans sem berst við glæpi og birtuna.

15.The Phantom: Nokkuð slæm mynd með Billy Zane sem fjallar um súperhetju sem þarf að koma í veg fyrir að milljóner næli sér í hauskúpurnar þrjár sem búa yfir undarlegum kraft.

16.Barb Wire: Þessa mynd hef ég ekki ennþá séð því maður hefur nú eitthvað stolt og maður skoðar ekki svona myndir. Hef heyrt allavega að hún sé náttúrulega mjög slæm enda er sílíkonauglýsingin Pamela Anderson í henni. Gerist í borgarastyrjöld nr. 2 í USA þar sem klúbbaeigandinn Barb Wire(Anderson) er mannaveiðari.

17.Spawn: Merkilegt hvað mynd sem lofaði góðu gat verið svona léleg. Byrjaði nokkuð vel var drungaleg og hröð en fór svo út í allgjört rugl. Fínt soundtrack er það eina minnistæða um þessa mynd.

18.Mystery Men: Mjög leiðinleg mynd um hóp af súperhetjum með einkennilega hæfileika. Hápunktur í stupidhúmor kanans og sló náttúrulega í gegn þar í landi. Ben Stiller var skástur sem reiði gaurinn.

19.Men in Black: Annað dæmi um vel heppnaða mynd byggða á teiknimyndasögum. Skemmtilegar brellur og myndataka og Smith og Jones í fantaformi. Ég hlakka til að sjá framhaldið.

20. Blade: Mjög hröð og skemmtileg mynd um vampýrubanann Blade. Snipes svalur ásamt Kris Kristoferson sem Whistler. Mjög flott myndataka og hasaratriði og techno tónlist sem býr til andrúmsloft sem ekki er oft í vampýrumyndum.

X-Men: Mjög góð mynd eftir Bryan Singer(Usual Suspects) um stökkbreyttar súperhetjur.

Það er nokkuð ljóst að meirihlutinn af þessum myndum eru ekki nógu góðar myndir. Ég vona að kvikmyndaverin velji þá bestu sögurnar til að setja í kvikmyndaform. Það er margar myndir á leiðinni á næstu árum. T.d. er Sam Raimi að koma með Spiderman, Ang Lee er að gera Hulk, Singer að koma með X-Men 2 sem á vist að heita einfaldlega X2,Blade 2, Hellboy,Daredevil,Iron Man,Ghost Rider,Catwoman,Spawn 2(því miður),MIB 2,Fantastic Four,Iron Fist,Batman Year One, Batman 5

Mínar uppáhaldmyndir byggðar á teiknimyndasögum eru
The Crow
Batman
Blade
X-Men

Hlakka mest til að sjá
Hellboy
Spiderman
Blade 2
Batman: Year One
X-Men 2(X2)
Ghost Rider

-cactuz