La Dolce vita
Leikstjórn: Federico Fellini
Handrit: Federico Fellini, Ennio Flaiano
Federico Fellini fæddist í Róm þar sem hann átti heima allt þar til hann lést. Sagði hann alltaf að enginn staður jafnaðist á við Róm og eru allar hans myndir teknar upp þar.
Ef það er einn maður sem ég þarf að kynna mér og hans kvikmyndaperlur betur þá er það Federico Fellini því að allt sem ég hef heyrt frá mínum vinum þá er hér ekkert annað en snillingur á ferð.
La Dolce vita er meistaraverk, það er alveg hægt að fullyrða það algjörlega frábær í alla staði.
Þegar maður horfir á hana þá uppgötvar maður hvað það er gaman að horfa á góðar kvikmyndir, það er svo yndislegt.
Myndin er um fréttamann að nafni Marcello Rubini sem er í tilvistarkreppu, myndin gerist á fimm dögum og á þessum fimm dögum á hann eftir að uppgötva margt í lífinu sem hann gerði sér ekki grein fyrir áður.
Hann hittir hér glamúr fólk frá ýmsum heimshlutum og lifir með þeim flottu og ríku og uppgötvar að lífið þar er ekkert alltaf dans á rósum.
Gaman að segja frá því að orðið papparazzi kemur frá þessari mynd því að ljósmyndarinn hans hét einmitt paparazzo.
Ef þú lifir fyrir kvikmyndir og þykir jafn vænt um þær og ég þá mæli ég eindregið með því að þú kynnir þér La Dolce vita því að jafn falleg mynd hefur sjaldan verið gerð, sem ég hef séð allavega.
Núna ætla ég að fara og redda mér 8 ½ og svo allar hinar perlurnar sem hann hefur gert og mæli ég með því að þið sem ekki hafið kynnt ykkur þennan mann ættuð að gera það líka, mín upplifun á La Dolce Vita boðar allavega gott.
****/****