Ameríski leikstjórinn, Steven Sodherberg er sennilega núna á hápunkti ferils síns. Á síðustuÓskarsverðlaunahátíð var tilnefndur til tveggja Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og báðar myndir hans, Erin Brockhovich og Traffic voru tilnefndar sem besta myndin. Sodherberg fékk svo Óskar fyrir leikstjórn sína í Traffic.

Fyrsta mynd Sodherberg er Yes 9012 Life. Það er gamanmynd sem mjög fáir hafa séð. Og það er sömu sögu að segja með aðra mynd hans, Winston. En árið 1989 leikstýði hann hinni frábæru mynd, Sex Lies and Videotape sem fékk fullt af verðlaunum. Fyrir hana var Sodherberg tilnefndur til Óskarsverðlaun fyrir hasndritið að myndinni en vann ekki. Næstu 8 árin komu svona la la myndir frá honum en af þeim má nefna: Kafka, King of the Hill oog Underneath. En árið 1998 kom kvikmyndin þekkta, Out of Sight út. Hún fékk alveg ágætis dóma og var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna en hvorug þeirra komu í hlut Stevn´s. Ári seinna kom kvikmyndin The Limey út. Hún fékk svipaða dóma og Out of Sight en fékk ekki eins mörg verðlaun. Í byrjun ársins 2000 kom út tvímælalaust besta mynd Steve Sodherberg´s þá, Erin Brockovich. Þar sýndi Julia Roberts frábæran leik sem baráttukonan Erin Brockovich. Seinna á árinu kom snilldin Traffic í kvikmyndahús. Svona kvikmynd á fáa sýna líka en minnti mjög mikið á dogma mynd. Þessar 2 myndir sópuðu að sér verðlaunum og gerðu Steven Sodherberg að einum besta leikstjóra heims. Nýjasta mynd Steven´s, Ocean´s Eleven er nýkominn í kvikmyndahús í Banda´rikjunum. Það eru sko engir aukvissar sem leika í henni en þeir eru: Julia Roberts, George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Andy Garcia, Don Cheadle og Scott Caan.

Steven Sodherberg er 38 ára gamall og er það nokkuð víst að hann á eftir að gera fleiri góðar myndir í framtíðinni.

ari218